Þetta er nefnilega mjög góð spurning.
Ég veit ekki hvort ég er fyrsti maðurinn til að varpa fram þeirri kenningu áður eða ekki, en semsagt, kenningin er sú að það hafi verið til þjóðfélag áður (skylt mönnum eður ei, veit ég ekki) sem hafi komist út í geim, og alla leið til Mars, en síðan af einhverjum ástæðum þurrkast út.
Þá hefur oft verið bent á það sem er rétt, að við höfum ekki fundið neinar borgir sem eru eldri en um nokkurþúsund ára. En jafnvel mikið af þeim borgum höfum við eingöngu fundið því að við vissum að þær voru þarna einhvers staðar grafnar niður. Það er því mjög ólíklegt að við myndum vita af einhverjum tröllriðnum borgum ef þær væru hundruða þúsunda ára gamlar, og hvað þá ef þær væru nokkurmilljón ára gamlar.
Það er alveg slatti af góðum rökum og hugmyndum á bakvið þessa kenningu mína, en ég ætla síður en svo að kalla hana líklega. :) Þetta er ein svona kenning sem þarf bara að meltast vel í manna málum þar til NASA eða einhver fer að kanna þetta almennilega… núh, eða að fræða okkur frekar um eitthvað sem þeir þegar vita. ;)
Þegar ég upprunalega kom með þessa kenningu hafði ég samt áhuga á Mars, ekki tunglinu. Ég man til þess að hafa lesið svipaðar sögur um tunglið, en ég fann engin gögn um það sem voru næstum því jafn sannfærandi og með Mars.
Hvort við erum að tala um menn eða mýs, veit ég ekki. Og enn fremur… þetta er ekki eitthvað sem ég trúi eitthvað sérstaklega á. :) Meira svona… hugmynd sem hægt væri að kalla kenningu því að margt liggur að baki henni.