Það eina sem við getum gefið okkur er að tíminn líður. Samkvæmt afstæðislögmál Einsteins, sem er almennt viðurkennt, komumst við ekki hraðar en ljósið. Þó svo greinin í mogganum um daginn gefi annað til kynna er hún ósönnuð. Eina leiðin til að skoða fortíðina er samt sem áður sú að komast hraðar en ljósið og setja upp öflugan kíki. Ormagöng, þ.e. að sveigja rúmið sýnist mér í fljótu bragði eina leiðin til að brjóta afstæðislögmálið. En þó svo að við finnum ormagöng hugsa ég að ansi erfitt verði að hanna kíkir þannig að hægt verði að skoða fortíðina af einhverji nákvæmni.