Ég átti að gera ritgerð sem átti að vera 2-4 síður í stjörnufræði um Mars og langar mig að birta hana hér til að sjá viðbrögðin við henni.Og munið að ég er í 9unda bekk og edda var 1 önnin mín í stjörnufræði
Mars
Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um plánetuna Mars.Í henni ætlum við að velta fyrir okkur hvort hafi verið líf á Mars,sé eða verði líf á Mars.Hvernig skylirði séu á plánetuni og fjalla um nokkrar staðreindir um plánetuna eins og hvað sólahringurinn á henni er og annað í þeim dúr.
Mars er ysta plánetan af innri reikistjörnunum og er sú fjórða frá sólu.Mars ber eins og margar aðrar plánetur nafn guðs úr grísku goðafræðinni en Mars er Grískur stríðsguð en er stundum kölluð “rauða plánetan” vegna rauðra bergtegunda. Mars er sú pláneta sem er líkust okkar plánetu þótt að hún sé helmingi minni,massi hennar sé bara 11% af massa jarðar og rúmmál hennar er sé 15% af rúmmáli jarðar.Þótt þetta virðist mjög ólíkt jörðinni eru aðrir hlutar sem gera Mars að stað sem er líkastur jörðinni í geimnum sem við höfum ennþá fundið.Sólarhringurinn á Mars er 24,6 stundir næstum því eins og á jörðinni, meðalhiti á yfirborðinu er -58*,möndulhalli Mars er mjög svipaður möndulhalla jarðarinnar og eru árstíðir mjög svipaðar . Á Mars er hæsta eldfjall sólkerfisins og er það fjallið Olimpus-fjall sem er yfir 20 km hátt.
Á Mars eru einnig ísilögð heimskaut og bráðna þau á surin og mynda eyðimerkur og frjósa aftur á veturna. Helstu einkenni Mars eru eldfjöll í
dvala,skurðir,bleikur himinn,ryðrautt yfirborð og íshettur á pólum og auk þess eru tvö tungl sem fylgja Mars og heita þau Deimos og Fobos.
Ekkert fljótandi vatn finnst á Mars en það er samt frosið vatni í jökli kringum póla hennar en samt hafa myndir frá Mars sýnt að það séu stórir skurðir á yfirborði reikistjörnunnar og halda vísindamenn því fram að þar séu uppþornaðir gamlir árfarvegir. Kenning vísindamannana er á þá leið að gufa hafi stigið upp úr eldfjöllum fyrir miljónum ára og hafi gufan stigið upp í gashjúp og þar hafi hún bráðnað og ringt niður sem rigning og myndað þannig ár og læki.
En hefur verið líf á Mars eða mun verða líf á Mars?
Hugmyndir manna um líf á Mars hafa verið síbreytilegar eftir því sem tækninni hefur fleitt fram.Fyrstu kenninguna um líf á Mars gerði maður að nafni Percival Lowells,sú kenning var á þann veg að hann sá með sjónauka og greindi hann greinilega skurði sem voru á Mars.Hann hélt því fram að þarna hefðu vitsmunaverur verið að grafa skurða til þess að hleypa bræðsluvatn frá heimskautunum til þurrari svæða á plánetuni.
En fram undir 1960 töluðu menn um að gróður gæti þrifist á Mars því menn tóku eftir því að yfirborðið skipti oft um lit,en með tímanum kom í ljós að það gæti ekki verið því að það er minna en 0,1% súrefni þannig að enginn gróður gæti þrifist og að litabreytingin á yfirborðinu væri ábyggilega bara stormar.
Árið 1976 lenntu 2 könnunarför sem hétu Viking 1 og Viking 2 á Mars og höfðu þau eiginleikana til þess að greina líf og setja lífsýni á yfirborð plánetunar en ekkert líf fannst þá á plánetuni og drógu menn þá ályktun að líf gæti ekki þrifist á Mars þessa stundina.
12 loftsteinar hafa fundist á jörðinni sem taldir eru vera frá Mars en menn beina sjónum sínum að einum þeirra sem talin er gefa til kynna að það hafi verið líf á Mars fyrir nokkrum miljörðum ára því að smá dældir á steininum sem taldar eru vera eftir lífverur,en þarna gæti líka verið efnaferli á ferð.
Á Mars er meðalhitin –58* eins og áður segir og súrefni er af mjög skornum skammti þannig að aðstæður til lífs eru ekki mjög góðar á þessu tímaskeiði.
Útfjólubláir geislar sólarinnar og geimgeislar eiga auðvelda leið að yfirborðinu og ekki er vitað um fljótandi vatn þannig að það er mjög ólíklegt að skylirði fyrir líf þrífist á Mars.