Það er eitt sem einkennir þetta annars ágæta áhugamál, og það er að menn eru að koma með allskonar kenningar og fullyrðingar sem eru í besta falli rökstuddar með smáatriðum úr lélegum bíómyndum.
Nei, andskotinn hafi það, við erum ekki stöðnuð. :) Nú fyrst förum við að finna upp almennilegar græjur.
Sko… þú minnist á anti-gravity. Ókei, það er mjög langt í það. Hefur verið ástæða til annars en að áætla svo? Jújú, einhverjir eru byrjaðir að pæla í því, en það er allt byggt á eðlisfræði sem við enn skiljum ekki, og storkar öðrum eðlisfræðikenningum sem við höfum þegar fyrir löngu viðurkennt, meðal annars hluta afstæðiskenningarinnar. Það er því fullkomlega eðlilegt að sú tækni sé ekki einu sinni kominn inn í tilraunastofur.
Það er helber vitleysa hjá þér að Rússar (sem ég vænti að þú meinir þegar þú talir um komma) hafi stuðlað að hægri þróun. Hvort sem menn fíla betur eða verr, verða mestu þróunarsprengjurnar einmitt á stríðstímum, og Rússar hafa nú alveg verið að taka sinn þátt í styrjöldum út um allar trissur. Þeir eru ekki skárri en Bandaríkjamenn hvað það varðar… bara fátækari.
Hvað varðar eldsneytisnotkun, þá er það rétt að olíufurstarnir hafa verið að taka sinn toll, en það er ekki bara þeim að kenna. Hvað heldurðu að þeir noti til að brenna eldsneyti í geimflaugum NASA? 98 oktan? Þeir nota MEÐAL ANNARS vetni. Allskonar stöff, og það eru til grilljón tegundir af hreyflum og sprengiflaugum. Olíufurstarnir hafa fyrst og fremst verið að hafa áhrif á almennar samgöngur, og þá helst auðvitað bíla. Þú gleymir því líka að þó að eitthvað brenni jafn vel og bensín er ekki þar með sagt að það sé auðveldara í framleiðslu eða nýtist jafn vel hvað varðar pláss.
———-
Hvað varðar geimferðir… þá er það vissulega rétt hjá þér að Bandaríkjamenn hafa ekki gígantískan áhuga á því að vera að henda mönnum út í geim til lengri tíma vegna þess að það er geðveikislega dýrt… og ég meina GEÐVEIKISLEGA dýrt, sem og að þeir hafa einmitt… ekki ástæðu. Fyrir löngu síðan var undirritaður alþjóðasáttmáli um að enginn mætti eiga neitt í geimnum. Þetta gerðu menn af ótta við að á okkar dögum myndu verða stríð á milli staða, og í geimnum eru bavíanar eins og Saddam Hussein 100 sinnum hættulegri en þeir eru hér á jörðu niðri. Einnig þarf mjög mikla þekkingu til að fara á réttan hátt út í geim og lítið þarf að fara úrskeiðis til að stórslys verði.
Jafnvel núna, með tiltölulega fátíðum geimferðum, er geimrusl utan um jörðina orðið verulegt vandamál fyrir þá sem vilja fara út í geim. Og það er vandamál sem á eftir að aukast jafnvel þó að við aukum ekki við geimferðatíðni okkar.
Það sem þarf, til að einhver fari að hafa áhuga á því að koma fólki út í geim og *gera* eitthvað þar, er að afnema þessar fáránlegu reglur um að enginn megi eiga neitt í geimnum. Geimurinn hefur verið frekar heilagur fyrir mönnum, eðlilega, en hann má ekki vera það upp að því marki að við hættum að hafa áhuga á honum.
Og HVAR HEFURÐU VERIÐ seinastliðin tíu ár? Ertu búinn að fylgjast EITTHVAÐ með framþróun í erfðavísindum, samskiptatækni, tölvutækni og slíkum málum? Við erum löngu komin með nógu andskoti stórar vélar, núna þurfum við þær sem minnstar!