Ég var að lesa fyrir samræmtpróf þegar ég held að eitt hafi runnið upp fyrir mér. Kannski gæti þetta verið risastór uppgötvun eða bara eitthvað rugl frá 15 ára krakka með óskhyggju. Ég vill fá hjálp ykkar til að afsanna þetta eða að segja að þetta er búið að koma áður.
Ég var að lesa í Náttúrufræði um ríki lífvera. Ég byrjaði að pæla ef að frumverur voru fyrstar hér. Hvernig komu þær hingað? Svo að ég hugsaði ef að riusaeðlurnar áttu að verða fyrir ekki einum heldur 2 loftsteinum þá er ekki líklegt að frumverur hafi komið með loftsteini eða einhverju öðru utan úr geimnum? Í bókinni stóð að sumar frumverur þyrftu ekki loft og meira að segja dæu ef þau kæmust í tæringu við það. Ef að frumverur komu hingað og nýttu sér koltvísýring (stafsetningarvilla?) þá hefur aukaafurð verið súrefni ekki satt? Þá hefur kannski þróast ný vera útfrá þörfinni annaðhvort vegna þess að meira súrefni er til á jörðinni þá eða að fyrri frumveran þyrfti aftur koltvísýring? Þá breytti fyrri frumveran súrefni í koltvýsíring og vice-versa?
Síðan er hvernig frumveran varð til og er ég að pæla í að alheimurinn er svo stór hvort að kjarnasamruni eða eitthvað í atómi hefur orðið eða mörg á einhvern hátt og búið til lifandi veru? Ég kom með nokkrar hugmyndir en líklegast er að þetta er vitlaust svo að ég held þeim fyrir sjálfan mig til að byrja með.
Gerið það afsannið þetta.
Ég sendi þetta inn sem grein á heimspeki líka en ég var að pæla í hvort að þið getið líka hjálpað mér?