Ég hef í raun aldrei haldið að við séum ein í heiminum, þó að ég hafi ekki verið að hugsa mikið út í neitt í heimspeki síðan ég hætti í heimspekifélaginu á Seltjarnarnesi fyrir fjórum árum síðan. Ég hef alltaf talið að það sem er til hér sé til, allt er til. En fyrir stuttu kom hugskot í huga mér, eitthvað sem ég get ekki fengið svar við, það var spurning sem var eins og hafi verið skotið inn í hausinn á mér af æðri mátarvöldum …hún var svona “Ef heimurinn á þig, hver á þá heiminn?”
Ég var í strætó þennan dag og var að renna fram hjá Landakotsspítala með 115, alveg afslappaður með hausinn hvílandi á rúðunni að horfa á kirkju páfans sem stendur á móti spítalanum. Þá skaust í mig spurning, sem var alveg ástæðulaus og tengdist ekkert því sem ég var að hugsa sömu stundu. Það mætti halda að hugsunin hafi skotist úr kirkjuturninum og inn í augu mín og farið eftir leiðslum augnanna í huga minn.
En núna í gær, 9. apríl 2003, fékk ég svar við spurningunni, ekki fullklárað svar en ég held að það sé ekki mögulegt þar sem spurningunni verður aldrei svarað með “allra sáttar hætti”.
Allt hefur sinn tilgang. Gróður býr til fæðu fyrir okkur og hreint andrúmsloft, fiskarnir halda hringrás lífsins sem byrjaði þar, eins og haldið er, og menninnir sjá um að gera lífið eins fullkomið fyrir sjálfa sig og svo annað í kringum sig. Jörðin hefur þann tilgang að við gátum fundið lífskilyrði eftir að loftsteinninn með lífinu um borð hrapaði hér. Júpiter og aðrar reikistjörnur hafa þann tilgang að verja líf jarðar fyrir lofsteinaárás og sólin sér um að halda okkur heitum, þó að hún sé alveg að fara út í öfgar núna. En hvað með að líf jarðar sé mikill hluti af þróun alheimsins? Hvernig spyrð þú mig? Ja, það er kannski ekki neitt líf í alheiminum en við vorum gerð til að dreifa lífinu um alla veröldina. Við höfum núna þróað svo mikla tækni að við getum búið til nýtt líf, nýja tegund af lífi. Við eigum eftir að hertaka aðrar plánetur sem við þörfnumst þegar við erum búin að fylla allar skúffurnar hér. Við getum varið okkur fyrir harða lífinu, þ.e.a.s. loftsteinaárás og afstýrt því að sólir springi.
En þó að líf sé einhverstaðar í alheiminum þá er það líklega langt frá okkur, svo langt að við finnum það ekki fyrr en eftir 100.000 ár, en hver veit.
Svo var ég líka að pæla; af hverju er “varnarskjöldur” (segulsviðið) utan um jörðina, sem stoppar bara það sem lífið hér þolir ekki, þyngdarafl til að halda öllu á jörðinni, svo við köfnum ekki í sameindalausu umhverfi? Getur það verið vegna þess að jörðin hefur sína eigin leið til að hugsa og kannski líka hinar pláneturnar, jafnvel sólin? Ég meina, pælið í því.
(greinin er líka að finna í ,,heimspeki,, undir http://www.hugi.is/heimspeki/greinar.php?grein_id=16322 740