Þetta er fyrirlestur sem ég og vinur minn Adddi héldum í stjörnufræði um leitina að lífi. Ég læt heimildaskrána fylgja, þar eru m.a. slóðir að myndum sem við notuðum.
Leitin að lífi:
Hvað er líf?
Öll þekkjum við klassísku líffræði skilgreininguna. Líf hefur 7 einkenni:
Líf er gert úr frumum, Líf nærist, Líf fjölgar sér, Líf hreyfist, Líf bregst við áreiti o.s.frv.
Þessi skilgreining er samt heldur þröng, þó hún lýsi vel lífi eins og við þekkjum það. Ef við erum að hugsa um líf á öðrum plánetum hins vegar, er engin leið að vita hvort það líf þyrfti að fylgja nákvæmlega sömu reglum og okkar. Einföld skilgreining á lífi er að líf er hvað sem forðast hrörnunina í átt að jafnvægi. Það sem er lifandi hirðir orku úr umhverfinu til þess að koma í veg fyrir hrörnun í sjálfu sér.
Lengi ræddu stjarnfræðingar um lífbelti umhverfis stjörnur, sem væri það svæði sem líkur væru á að finna líf. Þetta svæði er u.þ.b. það bil fjarlægðar frá sólu þar sem vatn væri að finna á fljótandi formi. Nýlega hafa menn þó þurft að hugsa þessa hugsun algjörlega upp á nýtt. Nýjar rannsóknir benda t.d. til þess að hita og fljótandi vatn sé að finna undir íshellunni á Evrópu, sem þó er langt utan skilgreinds líf-beltis sólarinnar. Einnig hafa menn fundið bakteríur sem þola meiri eða minni hita en áður var talið mögulegt. Og einnig eru til bakteríur sem lifa í brennisteinssýru. Ofan á það bætist sú hugsun að e.t.v. þurfi ekki allt líf á vatni í fljótandi formi að halda. En þar sem vatn er bæði úrvals leysir, og líklega að finna mjög víða í alheiminum, eru samt líkur á að vatn komi við sögu í einhverri mynd í þróun hvaða lífs sem vera vill.
Við þurfum að passa okkur að vera ekki of þröng í skilgreiningum okkar á lífi, annars gætum við óvart látið líf sem við finnum fara framhjá okkur. Ég yrði t.d. pirraður ef geimvera lenti í garðinum mínum, kæmi út og spyrði mig: “Fyrirgefðu, er eitthvað líf að finna á þessum hnetti?” og ég segði: “Halló, ég er líf”, og hún segði á móti: “ha, nei, þú ert ekki með gulan rana, ojæja, ég fer þá bara eitthvað annað í leit minni að lífi”
Við þurfum samt líka að passa okkur að ganga ekki of langt í að kalla hvað sem er líf, annars gæti maður endað í óendanlega löngum samræðum við vegg, einhverstaðar útí geimi.
Hvernig finnum við líf?
Nú stunda að minnsta kost tvær stofnanir rannsóknir á lífi utan jarðarinnar. Þær eru SETI (Search for Extra Terrestrial
SETI var stofnuð 1984 og felst starf þeirra sem þar vinna aðallega í því að reyna að finna boð frá greindum “geimverum” í þeim aragrúa útvarpsbylgna sem berast til jarðar. Þeir fókusa semsagt á leit að lífi utan sólkerfisins.
Telja má líklegt að ef “geimverurnar” nota útvarpsbylgjur til samskipta þá hafi þær kóðað sendingar sínar mjög vel. Við myndum því ekki þekkja þær sendingar frá ruslinu. Ef við tökum sem dæmi loftskeytamann í seinni heimsstyrjöldinni þá getum við staðhæft að ef hann fengi í hendurnar sjónvarpssendingu frá nútímanum þá myndi hann ekki gera sér grein fyrir því hvað hún væri.
Það verður líka að teljast harla ólíklegt að “geimverur” noti samskonar tækni og við á jörðinni.
Segja má að þessi leið sé ekki mjög líkleg til árangurs því gallarnir eru augljósir.
NASA þekkja allir. Hjá NASA vinna margir stjörnulíffræðingar sem vinna við leitina að lífi. Þeirra rannsóknir á þessu sviði felast meira í hands-on-approach. Þeir fókusa á leit að lífi innan okkar sólkerfis. Þeir hafa til dæmis á teikniborðinu ómannaða ferð til Evrópu til þess að reyna að finna út hvort þar megi finna frumstætt eða jafnvel þróað líf. Einnig er áætluð í nánustu framtíð mönnuð ferð til Mars. Í þeirri ferð mætti reyna að finna vísbendingar eða sannanir fyrir því að þar hafi eitt sinn verið líf. Einnig líta þeir til Títans með það í huga að finna hvernig líf getur myndast.
Þessi leið er mun líklegri til árangurs því við höfum ýmsar vísbendingar um að líf geti fundist annarsstaðar innan sólkerfisins en á jörðinni.
Hvar finnum við líf?
Þessari spurningu verður að skipta í tvennt. Hvar finnum við líf innan sólkerfisins og hvar finnum við líf utan þess?
Fyrri hlutanum höfum við svarað lauslega. Líklegustu staðirnir til þess að finna líf utan jarðarinnar eru í innra sólkerfinu og á tunglum ytri plánetanna. Innra sólkerfið hefur í raun bara einn kandídat, Mars.
Mars hefur á einhverjum tímapunkti haft bæði fljótandi vatn og þéttari lofthjúp og því er ekki ólíklegt að þar gæti hafa myndast frumstætt líf a la jörðin. Það líf væri þó líklegast útdautt núna vegna loftslagsbreytinga.
Evrópa er helsti möguleiki tunglanna því þar er vatnshaf og einnig hefur hnötturinn fljótandi kjarna. Af þessu má leiða að á Evrópska hafsbotninum megi einnig finna svokallaða black smokers líkt og á jörðinni. Það er ekki svo merkilegt nema fyrir þær sakir að þar telja margir vísindamenn að líf hafi myndast á jörðinni.
Seinni hlutanum er auðvelt að svara. Við vitum það ekki og það er engin leið til þass að vita það með nútímatækni. Möguleikarnir á mismunandi lífi eru óendanlega margir, það er ekkert sem segir okkur að lífverur þurfi að hafa DNA, drekka vatn og borða kex.
Líklegast er að finna líf á plánetu sem ferðast umhverfis sól, hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að líf gæti þróast á einstökum hnetti, eða jafnvel í gasrisa eða á loftsteini, svo lengi sem orku-uppspretta er til staðar, það verður þó að viðurkennast að þessar aðstæður eru ögn ólíklegri en aðrar, þar eð aðstæður eru all-svakalegar.
Við verðum að gera ráð fyrir að líf þróist við þær aðstæður sem eru bestar fyrir það, þess vegna mætti snúa þessu við og segja að við gefnar aðstæður gæti þróast það líf sem hentar þeim aðstæðum best.
Lokasvarið við þessari spurningu er því ómögulegt að finna fyrr en við getum ferðast út fyrir sólkerfið okkar.
Er raunhæft að leita að lífi utan sólkerfisins okkar?
Miðað við nútímatækni myndum við telja að peningunum sem eytt er í SETI á hverju ári væri betur varið í eitthvað uppbyggilegra eins og geimskip sem gætu mögulega flutt mannkynið til næstu stjarna. Einnig væri eflaust betra að fókusa á sólkerfið okkar áður en við reynum fyrir okkur annarsstaðar.
Hvað myndi gerast ef við fyndum líf.
Það veltur auðvitað á ýmsu. Á hvaða tæknistigi erum við þegar fundurinn á sér stað? Hvað er langt að fara? Hversu flóknar lífverur er um að ræða? Eru þetta vitsmunaverur? Ef svo er, á hvaða tæknistigi eru þær? Ef það er líf sem er mjög ólíkt lífi sem við þekkjum, munum við gera okkur grein fyrir því að það er líf?
Ef við fyndum einfrumunga innan okkar sólkerfis yrði það vísindauppgötvun sögunnar, vísindamenn myndu keppast um að skoða myndir, og allt kapp yrði lagt á að koma sýni í hendurnar á vísindamönnum á jörðu, eða jafnvel að koma vísindamönnum í vettvangsskoðun. Sú uppgötvun myndi kalla á víðtækar endurskoðanir á stjörnufræði, líffræði, trúarbrögðum og mörgu fleiru.
Ef við fyndum flóknara líf en þetta, t.d. vitsmunalíf með menningu, eru ýmsar spurningar sem þarf að svara. Hugsa þær á einhvern hátt sem við getum skilið, geta þær haft tjáskipti sín á milli, og ef svo er getum við lært að tjá okkur við þær? Ef þetta gerist það langt í framtíðinni að búið verður að finna upp aðferð til að ferðast til fjarlægra stjarna á ekki of löngum tíma, eða ef geimverurnar sem við finnum búa yfir slíkri tækni, eða ef geimverurnar finnast svo nálægt okkur að hægt væri að komast þangað á hefðbundinn hátt á einni mannsævi, mun þetta óhjákvæmilega leiða til þess að við munum reyna hvað við getum að komast að hitta þessar geimverur og sjá með eigin augum, jafnvel til að skiptast á hugmyndum eða vörum, en þetta er að sjálfsögðu lokadraumur allra sem stunda leitina að lífi.
Spurningin er hvort við séum tilbúin fyrir slíka uppgötvun, hún myndi gjörsamlega breyta öllu. Sumir menn myndu jafnvel vilja eyða þessu lífi til að þurfa ekki að eiga við þá tilhugsun að við séum ekki einstök í alheiminum. Og hvað ef þetta líf er statt einhverstaðar nálægt upphafi þróunarinnar, förum við þá samt og svölum forvitni okkar, og tökum sénsinn á að eyðileggja alla framtíð þessa lífs, eða höldum við að okkur höndunum?
Sumir bjartsýnismenn hafa haldið því fram að uppgötvun á vitsmunalífi í geimnum myndi þjappa fólki saman, það myndi hætta að einblína á kynþætti, fæðingarstaði og trúarbrögð og gullöld í mannkynssögunni myndi hefjast. Aðrir hafa haldið fram að menn myndu sjá þarna möguleika til nýlendustofnanna, og jafnvel til að leggja undir sig heimkynni lífveranna sem við finnum. Eða að ofstækismenn myndu útmála geimverurnar sem óvin sem menn þyrftu að standa saman gegn og fylkja þannig liði um sig.
Þetta kann þó að virðast of skammsýnt, enn er til fjöldi fólks sem trúir því að Guð almáttugur hafi skapað manninn í núverandi mynd fyrir 6000 árum eða svo, hvernig bregst svoleiðis fólk við einhverju sem umturnar allri heimsmynd þeirra á einu bretti?
Þessar spurningar eru of fjarlægar okkur til þess að við gætum mögulega svarað þeim. Við skulum því bíða átekta og vona það besta.
Hvað með fólk sem hefur “séð”geimverur?
Málið er það að geimverur virðast hafa tekið við því hlutverki sem draugar, skrýmsli og önnur kvikindi höfðu fyrir fólk fyrr á öldum. Mannshugurinn reynir hvað hann getur til þess að túlka furðuleg hljóð og ljós sem maðurinn nemur og það fer eftir menningu hvers tíma hvað menn telja sig hafa séð. Ástæðan fyrir því að fólk trúir frekar svona sögum en draugasögum nú til dags er sú að geimverusögur hljóma „vísindalegri” en draugasögur. Nú trúa fáir á drauga en fleiri á geimverur. Þetta er vegna þess að nú er fólk almennt vísindalega upplýstara en áður fyrr.
Heimildaskrá
www.cincinnati.com/freetime/m ovies/mcgurk/img/et.jpg
www.units.muohio.edu/dragonf ly/space/marsglobe7in.jpg
nai.arc.nasa.gov/library/i mages/news_stories/old/europa.jpg
nssdc.gsfc.nasa.go v/image/planetary/saturn/titan.jpg
www.lansingstatej ournal.com/newsimages/2002/2013048_1.jpg
www.defcon. org/images/defcon-3/area-51.jpg
www.ex-astris-scient ia.org/gallery/contimission/kahless1.jpg
www.geociti es.com/wallpaperhut/images/SETI_640.jpg
www.just4yuc ks.com/images/5x/59301.gif
www.nasa.gov
science.m sfc.nasa.gov/newhome/headlines/ast28may99_1.htm
dieo ff.org/page150.htm
www.seti.org