08.01.2001
Sent inn með leifi Einars Þorsteins.

Stuttur inngangur frá að samantekt Gildas Bourdais hér að neðan.

Enn einn naglinn er hér rekinn í líkkistu jarðverjadraumsins um algera sérstöðu sína í alheimi: Við séum eina vitiborna veran í alheimi m.ö.o. endanlegur árangur stórahvells sem kom þessu öllu af stað fyrir um 9 milljörðum ára - eða eru þeir átta milljarðarnir? - Og þar með séum við Guðs útvalda eitthvað!

Það er auðvitað hreinn skepnuskapur að níðast þannig á draumi okkar
smábænda sem fundum þó upp hjólið fyrir þúsundum ára þó menn kæmust vel af án þess allt til 1900 (!) - og trúum því þess vegna ekki að nokkur geti komist ferða sinna hjóllaus í því sem við teljum vera endalausan 8,5 milljarða eldgamlan geim allt í kringum okkur: Engin umferðaskilti, ekkert malbik, engar vegasjoppur með hamborgara og frönskum og það sem verst er austur-vestur-norður-suður ekki finnanleg - horfin! Hvernig á þá að vera unnt að komast leiðar sinnar í þessum geimleggjabrjót - nú eða -heilabrjót?

Það er talandi dæmi um Frakka að skera sig hér einu sinn enn útúr með því að kjafta frá því sem hinir NATO frændurnir tala ekki um nema þeir séu INNI. Þeir eru, blessaðir, eins og barnið sem æpti upp um keisarann: “Hann er ekki í neinu”! Og endaþótt sælir menn og konur kinki brosandi kolli og skilji þá sögu eins og hún er sögð - kemur þeim sömu varla nokkurntíma til hugar að gera það sama og barnið. Það er líka öruggara að vera í stóra hópnum ef maður vill sofa vel á nóttunni. . .

Það er mér ánægja að geta sent ykkur þessar upplýsandi línur í hraðsoðinni þýðingu gegnum skiptiborð netsins - sem mér er sagt að myndi nú einhverskonar nýja hnattmeðvitund? Hvað sem því líður njótið heil!

kveðjur
Einar Þorsteinn

—–

Les OVNI et la défense

A quoi doit-on se préparer?

Association COMETA, 25, boulevard Saint-Germain, 75005 Paris, France

16. July 1999

Franska skýrslan um

UFO-fyrirbærin og landvarnir

Undir hvað þurfum við að búa okkur?

stutt kynning á skýrslunni

eftir Gildas Bourdais

Leggja verður áherslu á það hér og nú að þessi skýrsla er unnin af
sjálfstæðu almennu félagi að nafni COMETA. Með leyfi höfunda skýrslunnar hefur hér verið tekið saman stutt yfirlit yfir hana.

Þeir sem hafa áhuga á því að þýða alla skýrsluna eða hluta af henni þurfa að fara fram á leyfi til þess með því að skrifa umsjónarmanni COMETA félagsins, Michel Algrin í 25 boulevard Saint-Germain / F - 75005 Paris, Frakklandi.

Föstudaginn 16. Júlí 1999 var gert opinbert í Frakklandi mjög sérstakt skjal með titlinum “UFO-fyrirbærin og landvarnir. Undir hvað verðum við að búa okkur? ” (“Les OVNI et la Défense. A quoi doit-on se préparer?”) Þessi níutíu síðna skýrsla er niðurstaðan af nákvæminni rannsókn á UFO-fyrirbærunum. Hún tekur fyrir margar hliðar á málefninu, sérstaklega spurningar sem snerta hervarnir. Rannsóknin stóð yfir á nokkurra ára tímabili og var framkvæmd á vegum sjálfstæðs hóps fyrrverandi meðlima - eða “auditors” - hinnar mjög svo virðingarverðu stofnunar IHEDN : “Sofnun æðri
rannsókna vegna varna landsins” (“Institut des hautes études de défense nationale”), og af öðrum sérfræðingum með þekkingu á ýmsum sviðum. Áður en hún var gerð opinber var hún bæði send til Jacques Chirac, forseta Frakklands og til Lionel Jospin forsætisráðherra landsins.

Hershöfðinginn Bernard Norlain, frá flughernum, fyrrverandi yfirmaður IHEDN, skrifar formála fyrir skýrluna. Hún hefst svo með inngangi André Lebeau, fyrrverandi forseta “Þjóðarmiðstöðvar fyrir geimrannsóknir (”Centre national d'études spatiales,“ CNES), fransks jafningja NASA. Hópurinn sjálfur sem er sameiginlegur höfundur skýrslunnar er félag sérfræðinga og margir þeirra hafa verið meðlimir - eða auditors- í IHEDN. Hershöfðinginn Denis Letty frá flughernum fer fyrir hópnum og hann er fyrrverandi auditor
(FA) í IHEDN. Nafn sitt ”COMETA“ dregur hópurinn af ”Nefnd fyrir ítarlegar rannsóknir.“

Í byrjun skýrslunnar er listi yfir meðlimi hópsins - ekki endanlegur hér - og hann er nógu þýðingarmikill sem slíkur. Þar á meðal eru hershöfðinginn Bruno Lemoine, frá flughernum (FA í IHEDN), aðmírállinn Marc Merlo (FA í IHEDN), Michel Algrin, doktor í stjórnmálafræðum og lögfræðingur (FA í IHEDN), hershöfðinginn Pierre Bescond, hergagnaverkfræðingur (FA í IHEDN), Denis Blancher, stjórnandi þjóðarlögreglunnar og yfirmaður í innanríkisráðuneytinu, Christian Marchal, yfirverkfræðingur hinnar þjóðlegu ”corps des Mines,“ rannsóknarstjóri í ”Þjóðarmiðstöð flugrannsókna“ (ONERA) og hershöfðinginn Alain Orszag, doktor í eðlisfræði og hergagnaverkfræðingur.

Nefndin beinir einnig þakklæti sínu til þáttakenda utanfrá á meðal þeirra eru : Jean-Jacques Vela, yfirmaður SERA hjá CNES, Francis Lounge, forseti Flex image, sérfræðingur í ljósmyndarannsóknum og hershöfðinginn Joseph Do mange, frá flughernum, meðlimur í félagi ”auditora“ í IHEDN.

Norlain hershöfðingi segir í stuttum inngangi sínum frá því hvernig þessi nefnd var upphaflega stofnuð. Letty hershöfðingi kom til fundar við hann í mars árið 1995, þegar hann var stjórnandi IHEDN, til þess að ræða þetta verkefni. Þ.e. um rannsóknarnefnd fyrir UFO-fyrirbærin. Norlain fullvissaði hann um það að hann hefði áhuga á þessu máli og beindi honum til félags auditora (AA) í IHEDN, sem síðan veittu honum stuðning sinn. Það er áhugavert að minna á það hér að fyrir tuttugu árum þá var það skýrsla frá sama félagi AA sem leiddi til myndunar GE PAN, fyrstu deildar til rannsókna á UFO-fyrirbærum hjá geimrannsóknarstofnuninni CNES.

Af þessum sökum koma nokkrir meðlimir nefndarinnar frá félagi auditora í IHEDN, auk annarra sérfræðinga. Flestir þeirra hafa nú eða hafa haft á hendi þýðingarmiklar stöður innan landvarna, iðnaðarins, kennslu, rannsókna og ýmissa opinberra stofnana. Norlain hershöfðingi lætur í ljós þá von að þessi skýrsla muni hjálpa til að koma á laggirnar nýjum verkefnum um allt landið auk bráðnauðsynlegrar alþjóðlegrar samvinnu á þessu sviði.

Hershöfðinginn Letty, sem er forseti COMETA, bendir á meginþema skýrslunnar sem sé það að þessi samsöfnun mjög vel umfjallaðra reynslutilfella vísi okkur eindregið til þess að skoða vandlega allar þær kenningar um það hvað UFO-fyrirbærin séu í raun og veru. Og þá sérstaklega kenninguna um ójarðneskan uppruna þeirra.

Nefndin kynnir svo innihald skýrslunnar : Fyrsti hluti hennar er kynning á nokkrum athyglisverðum reynslutilfellum bæði frá Frakklandi og erlendis frá; í öðrum hluta hennar er skýrt frá rannsóknarstofnunum bæði í Frakklandi og erlendis, dagsins í dag. Og þær rannsóknir vísindamann um allan heim eru kynntar sem gætu falið í sér einhverskonar skýringar í samræmi við þekkt eðlisfræðilögmál. Þá er farið yfir almennar alþjóðlegar skýringar á fyrirbærunum, allt frá leyniflugtækjum til ójarðneskra
fyrirbæra; í þriðja hlutanum er skoðað ýtarlega hvaða viðbrögðum þyrfti að beita á sviði landvarna, á sviði upplýsinga sem berast frá flugmönnum bæði hjá hernum og þeim borgaralegu. Og svo hvaða strategískra, stjórnmálalegra og trúarlegra afleiðinga megi vænta ef kenningin um ójarðneskan uppruna fyrirbæranna skyldi verða staðfest.



Fyrsti hluti : ”Staðreyndir og vitundarvottar“

Mörg þeirra tilfella sem eru vali hér eru vel þekkt af flestum
UFO-rannsakendum og þarf því aðeins að minna stuttlega á hér. Þau eru:

-Frásagnir franskra flugmanna. M. Giraud, flugmaður Mirage IV (1977); Herforinginn Bosc, orustuflugmaður (1976); Flug Air France AF 3532 (jan 1994.)

-Flugtilfelli úr öllum heimshlutum. Lakenheath (1956); RB-47 (1957); Teheran (1976); Rússland (1990); San Carlos de Bariloche (Argentína, 1995.)

-Reynsla á jörðu niðri. Tananarive (1954); lýsing á disk nálægt jörðu af frönskum flugmanni, J.-P. Fartek (1979); lýsing úr mjög lítilli hæð yfir rússneskum eldflaugaskotpalli, fleiri en eitt vitni (1989.)

-”Náin kynni“ í Frakklandi. Valensole (Maurice Masse, 1965); Cussac, Cantal (1967); Trans-en-Provence (1981); Nancy (svokallað ”Amaranth“ tilfelli 1982.)

-Mótdæmi um skýranleg fyrirbæri ( tvö tilfelli.)

Enda þótt úrvalið sé takmarkað þá virðist það vera nægjanlegt til að sannfæra óupplýstan en opinn huga lesandans um raunveruleika
UFO-fyrirbæranna.

Annar hluti: ”Núverandi staða þekkingarinnar“

Annar hlutinn ber titilinn ”núverandi staða þekkingarinnar“ (”Le point des connaissances“), hann hefst með yfirlit yfir rannsóknarframgang hinna opinberu rannsókna UFO-fyrirbæra í Frakklandi. Allt frá fyrsta fyrirkomulagi sem lögreglunni -”gendarmerie“ var álagt árið 1974 til þess að skrifa með skýrslur sínar um málefnið. Allt til stofnunar GE PAN árið
1977. Þá hvernig sú deild er uppbyggð og hvað hún hefur framkvæmt: Safnað saman þrjúþúsund skýrslum frá lögreglunni - gendarmerie, bæði reynslulýsingum og tölfræðilegu yfirliti. Þá er greint frá því
rannsóknarfyrirkomulagi sem var ákveðið af GE PAN og seinna meðtekið af SERA, og samþykkt bæði af flughernum og hernum, borgaralega flugflotanum og öðrum t.d. eins og borgaralegum og hernaðarlegum rannsóknarstofnunum. Einkum hvað snertir greiningu á efnisögnum tengdum fyrirbærunum svo og ljósmyndum af þeim.

Hvað snertir aðferðir og árangur erum við minnt á nokkur fræg tilfelli (Trans-en-Provence, l'Amarante), og áhersla er lögð á skráningu tilfellanna, sérstaklega af flugmönnum (Weinstein listinn) og svo ”radar/sjáanlegra-tilfella“ um allan heim. Hér eru og birt söguleg bréf með tilvitnun í hið fræga bréf bandaríska hershöfðingjans Twining frá September 1947, þar sem hann þá þegar staðfestir raunveruleika UFO-fyrirbæranna.

Næsti kafli nefnist ”UFO-kenningar og tilraunir til skýringar“ (”OVNI: hypothèses, essais de modélisation“) hann fjallar um nokkra möguleika og kenningar sem er nú verðið að skoða í þó nokkrum löndum. Þannig hefur þegar verið að hluta framkvæmd endurgerð á ”UFO-afldrifi“. Hún var byggð á athugunum á hlutum eins og : hraða, hreyfingum og hröðun, stöðvun á vélum í
nágrenni fyrirbæranna og lömun vitna. Einn möguleiki er t.d. MHD afldrif, sem þegar hefur verið fullreynt með góðum árangri neðansjávar og gæti einnig verið unnt að ná fram í lofti á nokkrum áratugum með mótstöðulausri leiðni. Aðrar rannsóknir eru einnig nefndar stuttlega t.d. þær sem varða bæði afldrif í lofti og í geimnum, svo sem eins og öreindageislun, and-aðdráttarafl og notkun á aðdráttarafli reikistjarna og sólna í framhjáflugi. Ef til vill er unnt að skýra hið þekkta virkunarleysi véla
með örbylgjugeislun. Og aflmiklir yfirtíðnis hvirflar eru þegar til
skoðunar í Frakklandi og öðrum löndum. Ein notkun eru t.d. örbylgjuvopn.
Öreindageislun t.d. prótónugeislun - sem jónísera loftið og verður þess vegna sjáanleg - er ef til vill skýringin á þeim afskornu ljósgefandi geislunum sem sést hafa. Örbylgjur gætu einnig verði skýringin á lömun vitnanna.

Í sama kafla eru næst skoðaðar ýmsar kenningar hvaðanæfa að. Blekkingar eru sjaldgæfar og er auðvelt að ljóstra upp um. Nokkrar óvísindalegar kenningar eru lagðar til hliðar eftir athugun svo sem eins og samsæri og inngrip frá mjög leyndum valdahópum, þá óskilvitleg fyrirbæri og fjöldablekkingasýnir. Kenningin um leyndarvopn er einnig talin mjög ósennileg, sama gildir um
almennt ”ruglástand“ á tímum kaldastríðsins eða að þetta séu hreinlega náttúruleg fyrirbæri. Þá eru eftir ýmsar kenningar um ójarðneska verund. Ein þeirra hefur verið sett fram í Frakklandi af stjörnufræðingunum Jean-Claude Ribes og Guy Monnet. Hún er byggð á hugmyndinni um ”geimeyjur“ sem bandaríski eðlisfræðingurinn O'Neill setti fyrst fram og hún er í samræmi við núverandi stig eðlisfræðinnar.

Skipulag UFO- rannsókna í Bandaríkjunum, Bretlandi og Rússlandi er skoðað stuttlega. Í Bandaríkjunum sýna fjölmiðlar og skoðanakannanir mikinn áhuga og áhyggjur almennings, en opinbera afstaðan, sérstaklega hjá flughernum, er enn fullkomin afneitun. Eða að það sé engin ógn fyrir hendi við þjóðaröryggi. Í raun og veru sýna opinberuð leyniskjöl sem hefur þurft að
birta vegna laganna um frelsi upplýsinga - FOIA - allt aðra sögu. Sem sé þá að UFO-fyrirbærin ”kanna“ kjarnorkustöðvar og að herinn og njósnastofnanirnar halda áfram að rannsaka UFO-fyrirbærin.

Skýrslan leggur áherslu á starf einkarannsóknarstofnanna innan
Bandaríkjanna. Hún minnir á skjalið: ”Kynningarskjal um bestu finnanlegar sannanir“- ”Briefing Document. Best available evidence“ sem var sent árið 1995 til þúsund aðila um allan heim og ennfremur á Sturrock vinnuhópinn árið 1997. Hvorutveggja styrkt af Laurance Rockefeller. ”Briefing Document“ hefur greinilega verið tekið tveim höndum af höfundum COMETA skýrslunnar. Nefndin minnist einnig á opinbera uppljóstrun svokallaðra aðila úr innsta
hring svo sem eins og herforingjans Philip Corso, og telur það sennilegt að vitnisburður hans geti að nokkru leiti haft þýðinu sem lýsing á hinu raunverulega ástandi í því landi, þrátt fyrir marga gagnrýnendur.

Skýrslan lýsir stuttlega ástandinu í Bretlandi og nefnir Nick Pope
sérstaklega. Um leið er sú spurning sett fram hvort að leynilegar
rannsóknir á þessu sviði eigi sér hér stað sameiginlega með Bandaríkjunum? Hún minnist einnig á rannsóknir í Rússlandi og á opinberun á upplýsingum sérlega frá KGB árið 1991.


Þriðji hluti: UFO-fyrirbærin og landvarnir

Í þriðji hluta ”UFO-fyrirbærin og landvarnir“ (”Les OVNI et la défense“) er fullyrt að ef það sé rétt að engin óvinveitt athöfn hafi enn verið sönnuð á þessu sviði þá hafi samt verði tilkynnt um nokkur tilfelli ”valdbeitingar“ í Frakklandi (tilfellið með Mirage IV flugvélina t.d.). Þar sem ekki er unnt að útiloka ójarðneskan uppruna UFO-fyrirbæranna, þá sé það nauðsynlegt að rannsaka afleiðingar þeirrar kenningar á hernaðarlegum grunni, en einnig
á stjórnmálalegum og trúarlegum grunni. Sömuleiðis hvað snertir fjölmiðla og upplýsingu almennings.

Fyrsti kaflinn í þriðja hluta er tileinkaður hugsanlegum hernaðarlegum viðbrögðum (”Prospectives stratégiques“) og hann hefst með þessari grundvallarspurningu : ”Hvað ef þetta eru ójarðneskir? Hvaða áform og hvaða hernaðarlega áætlun er hægt að lesa úr hegðun þeirra? “

Slíkar spurningar ljúka upp meira umdeilanlega hluta skýrslunnar. Mögulegar áætlanir ójarðneskra eru skoðaðir hér. Svo sem eins og verndun jarðarinnar gegn hættum kjarnorkustyrjaldar. En endurteknar birtingar yfir kjarnorkueldflauga skotpöllum og yfirflug getur bent til þess.

Nefndin skoðar næst og veltir því fyrir sér hver séu hin hugsanlegu ytri áhrif frá bæði opinberu og óopinberu viðhorfi til málefnisins innan mismunandi ríkja. Og beinir athyglinni síðan að möguleikum þess að leynilegt forréttindasamband gæti þegar verið komið á við ójarðneska sem væri unnt að rekja til Bandaríkjanna. Opinber bandarísk hegðun á þessu sviði eru talin mjög undarleg allt frá UFO-bylgjunni árið 1947 og frá Roswell atburðinum. Frá þeim tíma virðist opinberri stefnu síaukinnar leyndar hafa verið beytt. En það gæti aftur á móti verið skýrt með verndunarviðleitni - hvað sem hún annars kostaði - á hernaðarlegum og tæknilegum yfirburðum ríkisins. En þeim hefur þá átt að ná með því að grandskoða allar hliðar UFO-fyrirbæranna og notfæra sér niðurstöðurnar.

Næst tekst skýrslan á við spurninguna: ”Hvaða viðbrögðum þurfum við að beita nú?“ Sem lágmark - og hvert svo sem eðli UFO-fyrirbæranna annars er - þá kalla þau á ”stöðuga árvekni“ sérstaklega hvað snertir áhættuna á ”utanaðkomandi inngripum til að valda óstöðugleika“ hjá okkur. Fyrirmenn allra landa ættu að beita fyrir sig eins konar ”alheimslegri árvekni“ til
þess að koma í veg fyrir hvers konar óvænt sjokk, eða mistúlkun á atburðum og svo hvers konar óvinveitt inngrip.

Á þjóðlega sviðinu mælir COMETA með eflingu SERA og þá með myndun
starfseiningar á hæsta stigi landstjórnarinnar sem ætti að hafa með að gera þróun kenninga, hernaðarleg viðbrögð og undirbúningi á samvinnu vegna samkomlags við aðrar Evrópuþjóðir og önnur erlend ríki á þessu sviði. Næsta skref væri svo að Evrópuríkin og Evrópusambandið hefðu diplómatískt samband við Bandaríkin á þessu sviði innan ramma stjórnmálalegrar og hernaðarlegrar samvinnu.

Ein lykilspurning skýrslunnar er þessi : ”Hvaða ástand verðum við að vera tilbúin að takast á við?“ Hún nefnir ástand eins og : ójarðneskir snúa sér að opinberu sambandi ; uppgötvun á UFO/ójarðneskri miðstöð á okkar landsvæði eða í Evrópu; innrás (álitin ólíkleg) og staðbundin eða fullkomin árás; inngrip eða klár beiting and-upplýsinga í því skyni að gera ríkiseiningar óstöðugar.

COMETA nefndin beinir athyglinni sérstakleg að hugsanlegum ”afleiðingum í flugi“ með nákæmum meðmælum sem er beint til mismunandi fólks í þeirri grein. Svo sem eins og starfsmanna í farþegarflugi, flugumferðarstjóra, veðurfræðinga og verkfræðinga. Nefndin mælir einnig með vissum atriðum á
sviði vísinda og tækni sem er beint að því að efla rannsóknir til
hugsanlegs hagnaðar fyrir varnarkerfið og iðnaðinn.

Skýrslan skoðar einnig atriði sem varða stjórnmál og trúmál vegna UFO -fyrirbæranna og notar til þess sem fyrirmynd okkar eigin geimrannsóknir: Hvernig við mundum gera þetta? Hvernig við myndum hafa um hönd samband við minna þróaðar menningar sem engir alþjóðasamningar ná yfir?

Slík aðferð er ekki ný af nálinni a.m.k .ekki fyrir þá velupplýstu lesendur sem hafa kynnt sér til hlýtar hinar viðamiklu bókmenntir um þessi fyrirbæri. En hún er af sérstakri þýðingu hér vegna þess að þetta er hugsað á alvarlegan og raunhæfan hátt af þessum viðurkenndu aðilum. Fjölmiðlar og almannatengsl eru ekki gleymd - þar á meðal er tekið á vandamálum vegna and-upplýsinga, ótta við aðhlátur og inngripa í þróunina á vegum sérstakra þrýstihópa.

Sem lokaniðurstöðu fullyrðir COMETA nefndin að efnisleg tilvera
UFO-fyrirbæranna undir stjórn vitundarvera sé ”nær staðreynd“. Aðeins ein tilgáta getur náð yfir allar þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir: Kenningin um ójarðneska gesti á jörðinni. Þessi kenning er auðvitað ósönnuð og felur í sér áhrifamiklar afleiðingar. Takmark þessara svokölluðu gesta er enn óþekkt og verður því að vera áfram efni í vangaveltur og hugsanlegar
tilgátur.

Í lokameðmælum sínum er enn lögð áhersla á nauðsyn þess að:

1) Upplýsa um þetta málefni alla þá sem með vald fara og fólk í
ábyrgðarstöðum.

2) Styrkja rannsóknaraðferðir og umfjöllun SERA.

3) Taka UFO-kannanir með í reikninginn hjá stofnunum sem kanna geiminn.

4) Mynda hernaðarlegan vinnuhóp á æðsta stigi landstjórnarinnar.

5) Takast á hendur diplómatískar þreyfingar við Bandaríkin í því skyni að vinna sameiginlega að þessu meginmálefni.

6) Rannsaka viðbrögð sem gæti orðið nauðsynlegt að búast við vegna
hugsanlegra neyðartilfella.

Að lokum fylgja þessu skjali sjö athyglisverð fylgiskjöl sem er vert að lesa jafnvel fyrir UFO-rannsakendur sem eru vel heima í málefninu:

1) Radarkannair í Frakklandi.

2) Niðurstöður stjörnufræðinga.

3) Líf í alheimi.

4) Nýlendustefna í geimnum.

5) Roswell tilfellið -dæmi um and-upplýsingarnar.

6) Aldur UFO-fyrirbæranna á jörðu. Undirstaða fyrir skráningar þeirra.

7) Hugleiðingar um ýmsar sálfræðilegar, félagslegar og stjórnmálalegar hliðar UFO-fyrirbæranna.

Allt það fólk hvar sem er í heiminum sem er þegar upplýst um UFO málefnið ætti að meta þýðingu þessarar skýrslu mjög alvarlega. Og ekki bara að skoða innihald hennar heldur hverjir það eru sem standa að henni, burtséð frá allri gagnrýni sem beitt verður gegn skýrslunni. - Sannleikurin er sá að nokkrar hvassar gagnrýnisraddir komu fram á vefnum strax eftir birtingu
hennar. Og í frönsku pressunni með grein frá félagsfræðingnum Pierre Lagrange sem á undarlegan hátt fullyrti að and-upplýsingum hefði ekki verði beitt um málefnið. Auk þess að gera allt málefnið broslegt einu sinni enn (”Libération" 21. Júlí 1999). - Það er svo von mín að þessi samantekt muni geta átt sinn þátt í því að skýra allt þetta málefni betur.

Gildas Bourdais

_ _ _ _ _ _