Það er alltaf eins með mikinn hluta mannfólksins, það trúir ekki hlutunum fyrr en það sér það með berum augum(sem ég get svo sem alveg skilið) en það sem mér finnst afleitt, er að margt af því fólki berst fyrir því að maður viðurkenni að þetta sé ýmindun í manni bara útaf því að það hefur ekki séð hlutina sjálft.
Svo ef ég fer aðeins útí greinina sem að gmc sendi inn þá finnst mér skiljanlegt að geimverur hætti að reyna að ná sambandi við okkur þegar verið er að skjóta þær alsaklausar niður og drepa þær eins og td. Bandaríkjaher hefur verið ásakaður fyrir. Hverskonar móttökur eru þetta??? Og er svo bara ætlast til að þær haldi áfram að reyna að ná sambandi við okkur og reyni að fá lendingarleyfi hérna á plánetu jörð??
Svo er það ein viðbótarklessa við fyrri grein mína um það þegar ég sá þennan egglaga farartæki sem ég tel hafa verið UFO,.. ætli það sé hægt að ná þessu á radar?? Nú eru engar sléttar hliðar á þessu farartæki, það er bara eins og egg í laginu!! Hvað haldið þið?
Það var sumarið 1998, sumarið eftir þennan atburð sem ég lýsti í fyrri grein minni að ég var staddur hjá gömlum frændum mínum á Núpsstað. Ég var vinnumaður hjá þeim það sumar og var þar í heimsókn einn frændi minn Hannes(ca.40 ára gamall) frá Reykjavíkursvæðinu. Ég hafði ekkert talað um þennan hlut sem ég sá fyrr en ég mynntist á hann þarna og spurði þá frekar hikandi: “trúið þið að ég hafi séð geimskip?” Ég sagði þeim frá þessu atviki og svo fór Hannes frændi minn að segja frá því þegar hann lá úti í heita pottinum heima hjá sér eitt kvöldið. Hann var eitthvað að stara upp í heiðan og stjörnubjartan himininn þegar hann kom auga á tvö ljós, og það var svo skrítið með þessi ljós að þau sikksökkuðu sín á milli á fleygiferð. Ég veit ekki með aðra, en mér finnst ég vera komin með nægar sannanir fyrir því að það séu geimverur á ferð í kringum hnöttinn.