Samband við geimverur
Ég sá þátt á stöð 2 um geimverur og um það að einhverjir hafi sent skilaboð um samfélag okkar hérna út í geiminn og aðb hugsanlegt sé a það líf í einhverjum öðrum sólkerfum sem við vitum ekkert um. Maður fer aðeins að pæla í þessu, að ef það er eitthvað vitsmunalíf í geimnum, sem hugsa eins og við um vísindi og svoleiðis, ættu þær þá ekki að hafa reynt að senda okkur einhver skilaboð. Þarna var sagt frá að í bandaríkjunum árið 1948 minnir mig, hafi verið mikið tilkynnt um að undarleg loftför höfðu sést á himninum sem voru allt öðruvísi í laginu en flugvélar og annað. Flughermenn sögðust einnig hafa séð það, og herinn sagði að þetta væru eflasut geimverur, en svo auðvitað drógu þeir þetta til baka og sögðu að þetta höfðu verið veðurloftbelgir. Og þeir sögðu þarna, að kannski hefðu þetta verið geimverur að reyna að ná sambandi við okkur en þar sem tæknin var ekki komin á mjög hátt stig hjá okkur áttaði fólkið sig ekkert á þessu þannig að þær hættu þessu (geimverurnar), og kannski myndu þær koma aftur, þar sem við myndm eflaust skilja það núna ef einhverjar geimverur væru að reyna að ná sambandi við okkur, en ef það er nú ekkert annað líf fyrir utan okakr sólkerfi, þá er búið a ðeyða kannski fullt af pening í þetta eftir nokkur ár, sem hefði getað verið notaður í eitthvað annað, afhverju að rannsaka eitthvað sem eru svo litlar líkur á að sé til, við höfum engar sannanir, nema ríkisstjórn(bandaríkjana þá helst) er að leyna einhverju fyrir okkur.