WoW merkið og SETI *************************SETI
**************Search For ExtraTerrestrial Intellengce

Enn er leitinn haldið áfram að lífi á öðrum hnöttum, og fara að líða 40 ár síðan menn byrjuðu að hlusta eftir lífi. Og enn höfum við ekki haft heppnina með okkur og eru menn byrjaðir að tala um “þögnina miklu” og í augum margra stjarnfræðinga er það merki um að vitiborið líf sé sjaldgæft og kannski hvergi að finna enma hér á Jörð.
En ef ske kynni að við myndum ná sambandi við geimverur þá er jafnan talað um möguleikana fjóra. En þeir eru:
****
Geimskip eða óþekkt farartæki frá framandi menningu lendir á Jörðinni
****
Menn greina útvarpsbylgjur, þá líklega á formi útvarpsbylgna
****
Við finnum sjálf líf á öðrum hnetti eða hnöttum þegar að því kemur að við förum að rannsaka Vetrarbrautina
****
Og svo, að við rannsóknir í okkar eigin sólkerfi finnum við merki um vitsmunaverur hafi verið þar, jafnvel fyrir milljónum eða milljörðum ára.

Það var Bandaríkjamaðurinn Frank Drake sem hefur talist faðir SETI verkefnissins. Hann fékk stjórnanda Green Bank til að leyfa sér að hlusta eftir útvarpsbylgjum úr geimnum.
Hann fékk reyndar bara 200 hlustunartíma og tvo nema sem áttu að aðstoða hann. En Drake stóð fyrir stórum vanda. Hvert átti hann að beina hlustunni? Í Vetrarbrautinni eru 200 milljarðar stjarna og það var erfitt val, að velja þarna á milli.
En Drake tók það ráð að beina útvarpshlustunni að tveimur stjörnum sem ekki eru svo ýkja ólíkar okkar sól, þeim Tau Ceti og Epsilon. Hann ákvað að nota 21 cm sem bylgjulengd. En sú bylgjulengd var að han mati æskilegust því að á þeirri lengd senda algengustu frumefni alheimsins sem er vetni, frá sér geislun.
Þann 8. apríl 1960 kom að fyrstu hlustunni og var henni beint að áðurnefndun Tau Ceti.
Tímanir liðu og ekkert heyrðist, svo hann ákvað að reyna Epsilon. Og viti menn,hávær, öflug og reglubundin merki ómuðu um herbergið. Drake hugsaði með sér, “er þetta virkilega svona lítið mál?” Þau prufu að snúa loftnetinu aftur, en þá heyrðist ekkert. Kom þá í ljos að þetta hafði verið radarflugvél er sveif yfir.

Aðeins hafa 37 merki borist sem ekki talist “náttúruleg”. Til þess að geta talist sem þannig merki er miðað við þrjú frumskilyrði:

Merkið má ekki sjást lengur en þær 2 minotur sem loftnetinu er beint að stjörnunni

Svo er það hin svokallaða dooper hliðrun sem kemur til vegna snúnings jarðar

Loks er það, að upphafstaðurinn má ekki færast á himnum. En þá er það vegna flugvelar eða gervihnattar.

Eins og ég sagði áður hafa bara verið 37 atvik sem ná yfir þessi 3 skilyrði. Það sama er að segja um WOW! Merkið sem náðist 1977 í Ohio í BNA. Það er öflugsta merki er nokkru sinni hefur greinst í sögu SETI og fékk það þetta gælunafn þegar einn stjarnfræðingurinn upphrópaði á blaðið þegar merkið greindist.
Jafnvel þótt merkin hafi einungis greinst einu sinni þá gætu engu að síður verið plain ekta. Þau bárust nefnilega frá miðju vetrarbrautarinnar, þar sem sólir eru hvað flestar. Ef þau birtast aftur, þá geta menn verið vissir í sinni sök. En þá þurfa menn lika að vera vakandi og hlusta náið.

Kv.
Moondance
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.