Ég hef tvær kenningar.
Annars vegar eru þetta önnur lífsform sem búa á annarri plánettu í alheiminum. (Klassíska kenningin)
Hins vegar held ég að geimverur séu ekkert annað en menn sem eru að ferðast aftur í tímann.
Ímyndið ykkur eftir um 1000 ár eða svo. Þá hefur tækni hér á jörðinni fleygt fram og komin eru tæki á sjónarsviðið sem við í dag myndum reku upp stór augu að sjá. Mennirnir hafa orðið verulega margir og hafa margir þurft að flytja sig á aðra plánetu. Svo hefur mönnum farið að leiðast á jörðinni (ekkert nýtt að gera). Liverpool búið að vera meistari 100 ár í röð. Þá taka menn upp á því að notfæra sér eina af nýju tækninýjungunum. Þeir ferðast aftur í tímann á flottu geimskutlunum sínum og hrella menn á okkar tímum. Alheimsstjórnir banna fljótt tímaflökk en samt eru sumir sem sleppa í gegn og ná að hrella ófrótt fólk á jörðinni á okkar tímum.
En af hverju eru geimverur þá taldar svo ólíkar mönnum í útliti?
Tja, menn hafa dottið í kjarnaúrgang og stökkbreyst.
Hvað finnst ykkur?
Dreptu vandamálin…áður en þau drepa þig