ég er nú að lesa bókina <i>Nostradamus og spádómarnir um ísland</i>. Þar kom ég auga á nokkra merkilega hluti, sem allir eiga sér stað á fyrstu 33 blaðsíðunum, enda las ég ekki í nema örfáar mínútur.
Það sem mér þótti merkilegast er að 70% þeim sem telja sig hafa séð geimverur eru sammála um útlit geimskipana. Á daginn eru þau egglaga, með málmgljáa, og eru um 20 metrar í þvermál. Á næturnar eru þau rauðglóandi.
Maður nokkur stundaði lengi ransóknir á Pýramídanum mikla í Giza, sem öðru nafni heitir Keópspýramídinn. Á honum fann hann merkilegan hlut. Það voru 2 hornsteinar, annar þeirra benti til Betlehem, fæðistaðs Jesú, en hinn til Íslands. Þessi maður telur að Jesú muni koma til baka hérna, því að það er ekkert stríð hér, + þetta með hornsteininn.
Oft er sagt í Biblíunni frá skýjum. Þegar Jésú dó á krossinum kom ský sem hann ferðaðist með á brott. En það sem meira er, þegar Guð vísaði Móse & co. út úr Egyptalandi var hann á daginn í formi skýs, en á nætur í formi elds. Því spyr ég, gæti ekki alveg eins verið að á daginn væri hann í formi geimskips með málmgljáa, en um nætur yrði hann rauðglóandi, alveg eins og 70% segja geimskip vera.
Og þá kemur það sem merkilegra er, flest trúarbrögð hafa himininn í sér. Þar má nefna Kristna (himnaríki), forn Egypta (margir himnaguðir) og t.d. Japani (þeir trúðu því að himnaguðinn hefði sökkt Kamakaze).
Og þá spyr ég, höfum við átt í sambandi við geimverur svo árþúsundum skiptir? Og hví eru flest geimskip í kvikmyndum egglaga eins og fólk segja þau vera, en ekki ferningslaga? er það kannski af því að við vitum í undirmeðvitundini hvernig geimverur lýta út? og er það af því að við erum af sama kynstofni og þær?
Og svo er það eitt í viðbót, sköpunin. Guð átti að skapa okkur og heiminn á sjö dögum, en hver segir að Guð sé ekki geimvera? Í Biblíunni segir einnig að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd, sem sýnir hví við vitum í undirmeðvitundinni hvernig geimverur líta út.
kv. Amon
kv. Amon