Alpha Centauri. Alpha Centauri er næsta stjarnkerfi eða binary system eins og það er kallað á ensku sem þýðir að stjörnur snúast í kringum hvort annað eða ferðast nálægt hvort öðru. Í Alpha Centauri eru þrjár sólir sem eru kallaðar Alpha Centauri A, B og C.

Alpha Centauri A er nauðlík Sólinni okkar er í aðeins 4,35 ljósára fjarlægð frá sólinni, er 5-6 milljarð ára gömul, er 1,09 sinnum massi sólar en töluvert bjartari eða 1,59 af sólinni hún er með sama hitastig og sólin eða 5800k og er talið að það geti leynst líf í kringum hana en það hefur ekki enn verið hægt að finna plánetur sem fara kringum hana en þær þyrftu að vera ekki fjarri en 2 au frá sólinni út af Centauri B.

Alpha Centauri B er í aðeins 11au(1 au er fjarlægð frá jörðu til sólar) frá A þegar þær fara næst hvorri annarri, hún er af appelsínugulri gerð með aðeins 0,54 af birtu sólar og er á bilinu 5-6 miljarð ára gömul. Þær tvær snúast í kringum hvora aðra á 80 ára fresti.

Svo er seinnast en ekki síst Alpha Centauri C eða Proxima Centauri því að hún er næsta sól frá sólinni okkar eða í aðeins 4,2 ljósára fjarlægð hún er ekki eins bundin A og B hún er í 13000 au fjarlægð frá þeim og er ekki víst að hún tengist þeim tveim einhverjum böndum þessi litla sól er aðeins 0,00006 af birtu sólarinnar en getur aukið þessa birtu mjög óvænt og er ekkert líf í kringum hana en hún er rauðir dvergur og var bara uppgötvuð árið 1915 út af því hve lítil hún er.

Ef að pláneta leynist nálægt Centauri A þá er talið að líf geti hafa þróast þar svona svipað og á Mars og væri hún þá fyrsta þrepið í alheims valdi okkar mannanna yfir hinum óravíddum alheimsins.

Allt tekið af þessarri síðu.
http://homepage.sunrise.ch/homepage/schatzer/Alp ha-Centauri.html