Mig langar að koma með nokkrar athugasemdir við Seti @ home. Ég var sjálfur í seti@home og kláraði 61 pakka áður en ég hætti.
1. Það er hægt að setja upp forrit sem tekur marga pakka niður þannig að þú þurfir ekki að tengjast netinu í margar vikur eða mánuði fyrir seti@home. Þetta forrit hetir Seti UNiT Manager er fáanlegt fyrir makka á
http://212.86.34.76/sum/2. Seti er ekki sérstaklega hraðað fyrir ákveðna örgjörva eða auka viðbætur s.s. eins og MMX, SSE, SSE2 eða AltiVec. Önnur svipuð verkefni eins og distributed.net og mersenne.org nota örgjörvann mikið betur en Seti@home
3. Seti gáfu út nýja útgáfu í fyrra sem lengir tímann sem það tekur vélina að vinna úr pökkunum _margfalt_. Þetta gerðu þeir vegna þess að í verkefninu eru núna svo margar tölvur að þeir eiga í vandræðum með að sjá þeim fyrir verkefnum. Verkefnið hefur ‘aðeins’ einn sjónauka (Arecibo í Puerto Rico) og vinnur ‘bara’ upp í 2.5 MHz en við seinustu talningu voru 2.664.548 tölvur.
Ég myndi ætla að tíma tölvunnar væri betur varið í eitthvað annað.
Kíkið yfir á ‘Vélbúnaður’ ef þið viljið vita meira.