Títan og Evrópa Sælir,

Nú þegar margar aldir eru liðnar síðan landfundirnir miklu áttu sér stað, erum við að sigla inn í hina eiginlegu landfundi.
Vissulega voru landfundirnir merkilegir, en þeir meiga sín lítils þegar talað er um könnun geimsins.
Ómannaða rannsóknarskipið Galileó sýndi með óhyggjandi hætti að gríðarstórt haf er undir ísnum á Evrópu, einu af tunglum Júbíters. Um árið 2010 á að skjóta Europa Orbiter á sporbaug tungslins og nota ratsjárbúnað til að kortleggja þykkt íssins.
´Svo á að láta fleiri rannsóknarflaugar lenda á Evrópu og bora gat á ísinn. Ætlunin er að senda kafbátavélmenni niður í hafið. En það er ekki fyrr en þá, sem eiginlegt rannsóknarstarf hefts.
Málið er að geislunin á Júbiter er svo mikil að maður gæti bara lifað þar í 12 mínótur, og sjávarföll á Evrópu eru líka erfið.
Þar gætir sjávarfalla svo mikið að, yfirborðið lyftist og sígur um allt að 100 metra á 80 klst. En það er reyndar þessum sjávarföllum að þakka að á Evrópu er að finna sjó, þrátt fyrir að yfirborðshitinn sé einungis 150 gráður undir frostmarki, sem ætti að leiða til þess að allt vatn frysi. Orka sjávarfallana hitar nefnilega iður Evrópu í þvílíkum mæli að sjórinn helst ófrosinn og ísinn springur.
En það er ekki bara Evrópa sem eru lífvænleg. Segulmælingar hafa gefið til kynna að það sé líka að finna sjó, ýmist undir yfirborði eða yfir, stóru tunglana Ganymedes og Casllisto, sem líka tilheyra Júbíter. Svo er það hugsanlegt að sjór leynist á einhverjum af öllum tunglunum umhverfis Satúrnus. Hann er hinsvegar svo langt frá sólu að hann birtist einungis sem örlítil skífa, sem ekki gefur frá sér mikinn hita. Flest tunglin eru stórar ískúlur og hitinn um -180 undir frostmarki. Þannig að fljótandi vatn/sjó er tiltölulega ólíklegt að finna þar.



Ævintýra Tunglið Títan er eina tunglið í sólkerfinu sem hefur þétt gufuhvolf. Það er svo þétt að Títan er alltaf hulið gulum og brúnum skýjum. Það hefur alltaf verið ráðgáta hvað sé undir þessum skýjum. Nú er það vitað að þetta er mýrargas, og rignir mýrargasi og fitukenndum dropum. Af því leiðir að það eru höf og stöðuvötn úr mýrargasi sem stöðugt sjá um uppgufun nýs mýrargass í gufuhvolfinu. Það má búast við að fá að sjá þennan furðuheim árið 2005. En þá áætla menn að geimflaugin Cassini komist alla leið til Satúrnusar og sendiskannanum Huygens verði komið fyrir á Títan. Þó er þetta ekki öruggt, ef illa fer lendir skanninn ekki neinu af höfum Títans, heldur á föstu landi. En ef ekki, þá erum við kominn í safaríkann pakka. Engum getur órað fyrir hvað kann að leynast undir olíhafi, fullum af afar flóknum efnasamböndum.

Höf út um allt

Skrýtið að Sólkerfi okkar er stútfullt af höfum. Þetta eru mörg stórskrýtin höf. Á Júbiter og Satúrnusi er að finna höf úr fljótandi vetni og helíum lengst undir þéttu gufuhvolfinu. Höf jarðar eru einungis dropi á stærð miðað við þessi mörg þúsund kílómetra djúpu höf sem er að finna undir þrýstingi og við hitastig sem engin leið er að gera sér í hugarlund og vitneskja okkar er af mjög sornum skammti. Mest framandi er sennlega höfin á Úaranusi og Neptúnusi. En þau eru mjög djúp, úr vatni blönduðu mýrargasi og ammóníaki. Ef farið er niður í þeesi höf, hækkar hitinn uppí mörg þúsund stig og þrýstingurinn eykst um mörg milljón loftþyngdir. En þá brotnar mýrargasið niður og Kolefnið losnar úr læðingi og myndar demanta. Botninn er þá hulinn demöntum. Þessi höf sem ég talaði um, vekja mest fræðilegan áhuga. En sama verður ekki sagt um haf sem hvarf fyrir milljörðum ára, þegar bara voru einfrymungar á jörðinni. En það er hið mikla haf, Oceanus Borealis á Mars. Nú í dag er Mars skrjáfa þurr eyðimörk, en Mars ber merki um mjög vota fortíð. T.d. er norðurhvelur Mars slöt slétta sem minnir á gamlan hafsbotn. Vatnið hefur líklegast horfið ofan í jarðveginn. Árið 2000 voru teknar all margar myndir af Mars. Þar má greinilega sjá skurði, sem vatn hefur sennilega fossað eftir, ekki fyrir svo úkja löngu síðan. Því gæti það verið að við þurfum ekki að leita alla leið til Evrópu í leitinni af lífi.

Kv.
Moondance
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.