Búið að sanna að það væri vatn annars staðar í heiminum…
…ég hef reyndar vægast sagt takmarkaða trú á því að nokkur vísindamaður hafi sagt á 20. öldinni að það væri ekki vatn úti í geimnum… vatn er mjög einfalt efni, búið til úr mjög einföldum sameindum, og hefur það eiginlega verið álíka viðurkennt og Darwin-kenningin að vatn sé að sjálfsögðu að finna í fáránlega miklu vatni út um allar trissur, jafnvel í okkar eigin sólkerfi.
Þú hefur líklega heyrt um vatnsfundinn á Mars. Já, það þykir nærri sannað að á Mars hafi einhvern tíma verið mikið vatn, og að þar sé enn eitthvað af því frosið. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg með það á hreinu hvort þetta hafi nú þegar verið sannað, en það er a.m.k. allt sem bendir til þess að þetta sé vatn þarna. Ofan á það er það allt nema ólíklegt, þar sem, eins og ég sagði, vatn er mjög einfalt fyrirbrigði.
Úti í geimnum er líka að finna brennistein, metangas, nikkel og ýmsar tegundir efna sem finnast á jörðinni. Það er samt ekki á færi nema fróðustu manna hvort að einhver tenging sé á milli þess að efnin sé hér og þar í heiminum. Það að það sé vatn á Mars þýðir ekki að það hafi verið líf þar, bara vegna þess að það er vatn á jörðinni og það er líf hér.