Inngangur:
Hér á eftir fjalla ég um reikistjörnurnar níu í sólkerfinu okkar að okkar reikistjörnu(jörðinni) undanskyldri. Þær eru: Satúrnus, Júpíter, Úranus, Neptúnus, Plútó, Merkúríus, Venus og loks Mars. Sjö af níu reikistjörnunum fylgja tungl, í sólkerfinu er einnig milljónir loftsteina sem kallaðir eru halastjörnur, þúsundir smástirna og fullt af ryki. Plútó er minnsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar og er Plútó 0,006 sinnum rúmmál jarðar, en Júpíter er sú stærsta og rúmmál Júpíters er 1.321 sinnum rúmmál jarðar. Venus er heitasta reikistjarnan og hiti Venusar við yfirborð er 480°C. Plútó er köldust og er yfirborðshiti Plútós á bilinu -231°C til -18°C. Júpíter hefur stystan dag og er dagurinn þar 9,9 klukkustundir og lengsti dagurinn er á Venusi eða 243,16 jarðdagar.
Meginmál:
Neptúnus fannst árið 1845 í stjörnuathugunarstöð í Berlín. Þeir sem uppgötuðu Neptúnus voru tveir stærðfræðingar sem fundu reikistjörnuna frá óreglu braut Úranusar. Þeir sem fundu Neptúnus voru: Frakkinn Urbain.J.J Leverrier og Bretinn John Couch Adams og höfðu báðir fundið út hvar Neptúnus væri af töluverði nákvæmni. Lítið var vitað um Neptúnus þar til árið 1989 en þá flaug Voyager 2 framhjá Neptúnusi. Þar kom í ljós ægilegt veðurbelti er vindar æða um á 2000 km hraða um miðbaug Neptúnusar og er þetta mesti vindstyrkur er vitað er um. Myndir frá Voyager 2 fundu fjóra daufa og mjóa hringi úr svörtu ryki. Neptúnus hefur 6 tungl og er stærst þeirra Tríton og er það svipað stórt og tunglið okkar. Yfirborðshitinn á Tríton er -235°C og yfirborð Trótons er hulið af ís og er það alsett gígum, trogum, og hryggjum. Þvermál Neptúnusar við miðbaug er 49.532 kmr og massi Neptúnusar er 17,2 sinnum massi jarðarinnar. Rúmmál hans er svo 58 sinnum rúmmál okkar reikistjörnu og snúningstími hans við möndull er 16,1 klukkustund, möndulhalli Neptúnusar 29,6° og hiti í skýjatoppi er -200°C.
Úranus, svipar mjög til Neptúnusar stærðin svipuð eða u.þ.b fjórföld stærð jarðar og eru báðar þaktar blárri skýjahulu. Stafar blái liturinn af metangasi í andrúmslofti Úranusar og Neptúnusar. Einnig hafa báðar hringjakerfi og fjölmörg tungl, Úranus sautján og Neptúnus sex tungl. En samt er þó nokkur munur á útliti Úranusar og Neptúnusar, yfirborð Úranusar er einsleitt og litlu beltaskiptinga má sjá í skýjahulu hans. Þvermál Úranusar við miðbaug er 51.118 km og massi Úranusar er 14,5 sinnum massi jarðar. Rúmmál Úranusar er 63 sinnum rúmmál okkar reikistjörnu og snúningstími hans við möndull er 17,2 klukkustundir. Möndulhalli Úranusar er 97,9° og hiti hans í skýjatopp er -200°C eins og á Neptúnusi.
Plútó er minnsta reikistjarna sólkerfisins og lengst frá sólu hún uppgötaðist árið 1930 og var það Clyde Tombaugh sem fann Plútó en árið 1978 uppgötaði James Christy að Plútó ætti sér tungl sem gæti heitið fylgihnöttur vegna þess að Plútó væri aðeins litlu stærri en Karon(tunglið). Þvermál Plútós við miðbaug er 2.360 km og massi Plútós er 0,002 sinnum massi jarðar. Rúmmál Plútós er 0,006 sinnum rúmmál okkar reikistjörnu snúningstími Plútós við möndull er 6,3872 dagar. Möndulhalli Plútós er 57° og yfirborðshiti Plútós er -231° til -18°C.
Merkúríus er næst minnsta reikistjarna sólkerfisins og styst frá sólu. Sem þýðir að brautarhraði hans er mun meiri en annara reikistjarna, Þó snýst Merkúríus frekar hægt í kring um möndull sinn eða einn hring á 59 dögum. Mikill hiti er á Merkúríusi og hann hefur lítið aðdráttarafl því hann hefur ekkert andrúmsloft. Og Hafi Merkúríus einhvern tíman verið með andrúmsloft hefur það horfið vegna nálægð við sólinna. Mesti hiti yfir dag á Merkúríusi er 400°C og á kvöldin er hann lægstur -180°C.
Einungis er hægt að sjá Merkúríus þegar dagur er, við sólsetur og á sérstökum árstíma. Ljósmyndir er teknar hafa verið af Merkúríusi sýna það að reikistjarnan sé grýtt og enginn ummerki sjást um vatn eða einhvert líf. Yfirborðið virðist eins og á tunglinu okkar því mikið er af gígum á báðum stjörnum. Þvermál Merkúríusar við miðbaug er 4.878 km. Massi Merkúríusar er 0,055 sinnum massi jarðarinnar. Rúmmál Merkúríusar er 0,056 sinnum rúmmál jarðar og snúningstími um möndullinn er 58,65 jarðár. Möndullhalli er 0°. Yfirborðshitinn er á milli -184° á nóttinni og alveg að 427°C að degi til.
Reikistjarnan Venus er næst plánetunni okkar af öllum öðrum reikistjörnum en hún er í minna en 45 miljóna km fjarlægð frá jörð. Andrúmsloftið á Venusi er mjög heitt og þurrt. Andrúmsloftið á Venusi er 100 sinnum þéttara loftslag en á jörðinni. Á Venusi eru hundruð þúsund eldfjöll. Nokkur þeirra mjög stór en all flest þeirra eru u.þ.b 3 km í þvermál og u.þ.b 90 metra há.Nokkrar vikur í sjöunda hverjum mánuði er Venus skærust af öllum stjörnum á vesturhimninum. Þá nefnist hún kvöldstjarnan, en þremur mánuðum og tveim vikum síðar er hún á austurhimni og sýnileg rétt fyrir sólarupprás og nefnist þá morgunstjarnan. Venus er sú reikistjarna sem er önnur reikistjarnann frá sólunni en Merkúríus er nær, en þrátt fyrr það er Venus heitasta reikistjarnan en yfirborðshitinn er u.þ.b. 500°C. Hitinn er þar út af koltvísýringurinn í lofthjúpnum á Venusi drekkur sólarhitann í sig.
Það hafa 23 geimför farið á Venus, Þar af 8 frá Sovétríkjunum(nú Rússlandi), og tóku myndir af nágrenni Venusar og efnagreindu yfirborðssýni. Loks brást búnaðurinn vegna of mikils hita og þrýstings.
Þvermál Venusar við miðbaug er 12.104 km. Massi Venusar er 0,815 sinnum massi jarðarinnar og Rúmmál Venusar er 0,85 sinnum rúmmál jarðar, snúningstími um möndullinn er 243,16. Möndulhalli plánetunnar er 178° og meðalhitinn er við yfirborð lofthjúpsins -33°C og við yfirborð 480°C.
Mars er sú reikistjarna sem er líkust okkar plánetu en er þó helmingi minni.
Sú var tíðinn að mikið af mönnum hélt að það væri líf á Mars og var því trúað þar til að, Viking-geimfarið fór að kanna Mars árið 1976 og voru fallhlífavélmenni
send niður á yfirborð til að taka myndir, kortleggja, og kanna plánetunna og þar fannst ekkert líf.
Mars nefnist “rauða reikistjarnan” vegna þess að bergið á Mars er rautt á lit. Ef þú ferð ferð frá Mars til Júpíters er þar belti sem eru í þúsundir smárra reikistjarna er nefnast smástirni, hringsóla um sólina og flest eru kílómeter í þvermál stærstu smástirnin í þessu belti eru Vesta, Areþúsa, og Seres.
Tvö lítill tungl fylgja Mars, þau heita Fóbós og Deimos. Fóbós er stærra tunglið og er einnig nær Mars. Fóbós og Deimos fundust árið 1877. Eins og sagt var hér áðan er Mars mjög lík okkar plánetu því að Marsdagurinn er u.þ.b 24 klukkustundir og er möndullhalli Mars mjög svipaður og á jörð, auk þess eru árstíðir mjög svipaðar. Þvermál Mars við miðbaug er 6,794 km og massi Mars er 0,107 sinnum massi jarðarinnar. Rúmmál Reikistjörnunnar er 0,150 sinnum rúmmál jarðar og snúningstími mars um möndull sinn er 24,6 klukkustundir. Möndullhalli er 27° og meðalhiti við yfirborð er -23°.
Stærsta reikistjarna sólkerfis okkar er Júpíter. Og þyngd Júpíters helmingi meiri en allra hinna og kæmist jörðin u.þ.b 1.300 sinnum inní Júpíter, og allar aðrar að minnsta kosti tvisvar sinnum. Júpíter hefur 16 tungl og stærst þeirra eru Ganýmedes sem er stærri en Merkúríus, Kallistó, Evrópa, og loks Jó. Þvermál Júpíters við miðbaug er 142.984 km og massi Júpíters er 318 sinnum massi jarðarinnar og rúmmál Júpíters er 1.321 sinnum rúmmál okkar reikistjörnu. Snúningstími hans við möndullinn er 9,9 klukkustundir. Möndulhalli Júpíters er 3° og hiti í skýjatoppum er -130°.
Satúrnus er að margra mati undarlegasta plánetan sökum þúsund smárra og aðskiljanlega hringja um hana miðja. Satúrnusi fylgja 18 tungl og er haldið að þau gætu verið fleiri. Stærsta tunglið er Títan, það er stærra en reikistjarnan Merkúríus og er einnig eina tungl sólkerfisins sem hefur þykkt andrúmsloft. Herschelgígur á Mimas sem er eitt af tunglum Satúrnusar varð til í það öflugum árekstri að tunglið splúndraðist nærri því. Eðlimassi Satúrnusar er það lítill að Satúrnus myndi fljóta á vatni ef það væri til nægilega stórt vatn sem myndi rúma hann. Satúrnus er litlu minni en Júpíter en þvermál hans við miðbaug er 120.536 og eins og sést um kaflann um Júpíter hér fyrir ofan er ekki mikill munur á þeim. Massi Satúrnusar er 95 sinnum massi jarðarinnar og rúmmál Satúrnusar er 764 sinnum rúmmál okkar reikistjörnu. Snúningstími Satúrnusar við möndull er 10,5 klukkustundir. Möndulhalli Satúrnusar er 27° og loks hiti í skýjatoppnum er -130° eins og á Júpíter.
Lokaorð:
Núna er hægt að sjá með berum augum fimm björtustu reikistjörnurnar, Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter, og Satúrnus, mynda röð til austurs frá sólu en 14.Maí verður röðinn þéttust þegar stjörnurnar og tunglið mynda 33° geira á himninum. Þetta er mjög sjaldgæft og hrein tilviljun gerðist síðast árið 1940 og verður ekki aftur fyrr en árið 2098. Ef til vill í framtíðinni á eftir að uppgötast líf á annari reikistjörnu en okkar hver veit. Þegar faðir minn var á aldur við mig lenti fyrsti maðurinn á tunglinu Neil Armstrong að nafni, síðan þá hafa verið send geimför án manna til að kanna hinar reikistjörnur í sólkerfinu okkar, t.d. hefur verið sendur fjarstýrður bíll til Mars til að kanna reikistjörnuna mæla hitastig og slíkt. Vonandi þegar ég verð kominn á efri ár á ég eftir að geta farið til tunglsins eða bara út í geim í sumarfrí sem á að geta boðist almenningi eftir bara um 40-60 ár eins og þróunin er ör. Ég vona að þessi lesning hafi ekki verið eins og þraut frekar sem skemmtun og til fræðslu.
Kennarinn minn píndi mig til að skrifa meira en 2000 orða ritgerð í 7 bekk, ég fékk 10 fyrir þessa ritgerð, og vill gá hvernig þið ratið þetta. Btw, þetta er fáranlega uppsett, nenni ekki að breita þessu, en reynið að pína ykkur að lesa það =)
<div align=“center”><img src="