Þetta er góð og gömul spurning.
Eins og við vitum öll er alheimurinn svo stór að það er ekki einu sinni fræðilegur möguleiki að koma orðum að því. Því finnst mér það full augljóst að ef það eru fleiri þarna úti en við (sem einmitt hlýtur að vera tilfellið), er til andskotans vænn slatti af tegundum.
Ég ætla samt að skrifa hér eins og aðeins um eina tegund sé að ræða, til einföldunar.
Ef við gerum ráð fyrir því að veran sé ekkert skyld okkur, myndi ég mjög seint trúa því að við ættum jafnvel eftir að geta samskiptað við hana á neinn máta. Hún gæti verið þú'st… lofttegund, þess vegna. Hún gæti verið hvað sem fokking er. Gæti verið drulla, og hún gæti verið lifandi án þess að við vissum af því.
Þetta stangast á við sögurnar sem við heyrum af. Geimverurnar sem koma víst hingað *eru* með handleggi og lappir og tvö augu, eru samhverfar og allt það, en athugaðu að það er til ein lýsing sem er lang, lang algengust.
Og það eru frásagnir af tegund sem í daglegu tali er kölluð Greys, einfaldlega vegna þess að þeir eru gráir á litinn. Þetta eru geimverurnar sem eru í um 80% bíómynda og þáttaraða um geimverur, vegna þess einmitt að frásagnir af þeim er svo yfirgnæfandi algengari en af hinum.
Margir halda einmitt að dæmi eins og Men In Black og Dark Skies séu uppspuni frá upphafi til enda, en sannleikurinn er sá að þetta er allt byggt á algengum sögusögnum.
Dark Skies fer til dæmis mjög mikið eftir heimildum. Majestic-12 er hugtak sem ég las um fyrir mörgum árum. Dark Skies auðvitað gengur of langt, til dæmis með þessa hýsla og allt það kjaftæði, en þetta er semsagt… algengasta scenarioið. Um 150cm á hæð, grannvaxnar og fyrir mönnum mjög líkar, aldrei hafa sést kynfæri á þeim en sjónarvottar segjast stundum hafa tilfinningu fyrir því hverjar séu karl- og kvenkyns, stór svört augu, mjög stórt höfuð og lítinn munn sem enginn minnist á að hafa séð þær nota. Þær tala við mann með hugsanaflutningi, en það hefur komið fyrir að menn ruglist og segi að þær tali á móðurmáli þess sem er brottnuminn.
Áður en ég held lengra ætla ég að skrifa snöggvast grein um þetta. :) Mikið efni sem kemur við sögu.