getur verið að það séu til verur eða lífform sem séu að skoða okkur og tíminn sem við höfum hér sé að renna út? hvað er það sem veldur að heilu menningarsamfélöginn hverfa og enginn veit hvað gerðist eða hvað það var eða hvernig þeir hlutir sem þeir gerðu voru gerðir.. eins og með pýramítana ?
getur það þá ekki alveg eins gerst með okkur.

Eða erum við að nálgast það stig að þessar verur fari að láta sjá sig fyrir alvöru. Er það kannski þessvegna sem öll þessi umræða er og það að fólk er farið að sjá meira til þeirra, er verið að venja okkur við tilhugsunina um það að við séum ekki ein í heiminum.

Sagt hefur verið að skilyrðið fyrir því að hægt sé að ferðast í alheiminum sé að fara hraðar en ljósið og að það sé ekkert sem fari hraðar….eða hvað, var ekki frétt í blaðinu í dag um að vísindamönnum hafi tekist það?

Hvað með veröldina er hún bara það sem við sjáum eða er hún bara það sem við höldum að hún sé. Getur ekki alveg eins verið að við og öll dýrin lifum í sitthvorum veruleikanum.

Ég meina hvað vitum við um það hvaða veruleiki er í gangi hjá dýrum sem við þurfum smásjá til að sjá og hvað vita þau um okkur.
getur ekki alveg eins verið að það séum við sem erum í smásjánni.

Ég yrði ekki hissa þó að einn daginn sæi ég pínkulítinn blossa upp úr gólfteppinu hjá mér og það væri rykmaur í eldflaug.. ;)