Mér finnst þær vera svalar, þessar dæmigerðu geimverur.
Mexíkó er ekki helsti aðkomustaður geimvera, það er einhver misskilningur hjá þér. 3. Júlí, 1947, á samt frægasta geimverusaga heims að hafa átt sér stað, þegar fljúgandi far brotlenti á svæði sem heitir Roswell og er í *Nýju* Mexíkó, ekki í Mexíkó. Nýja Maxíkó er hluti af Bandaríkjunum, eins og Nýja England.
Myndin sem þú minnist á er kvikmynd sem var tekin fyrir nokkrum áratugum. Sú geimvera var jú, lík hinni dæmigerðu geimveru, og þótti nú mörgum þar vera komin sönnun á tilvist geimvera og að þær væru í raun og veru að heimsækja jörðina af og til. Það sem þótti sterk vörn þessa myndbands var að á þeim tíma sem það var gert á, var nánast óhugsandi að falsa svona lagað. Svo sögðu margir tæknibrellumeistarar, þó að auðvitað hafi einhverjir verið ósammála því.
Síðar minnir mig að hafi komið í ljós að þessi kvikmynd hafi verið fölsuð. Það kom mér aldrei á óvart, þessi vera var of lík manneskju (þó að hún hafi væntanlega verið dúkka).
Og þá verður maður að spyrja sig… hvers vegna myndi einhver með þessu fjármagni og þessari tæknibrelluþekkingu falsa svona myndband á þeim tíma sem það var gert á? Það eina sem mér dettur í hug er að Bandaríkjastjórn hafi falsað þetta myndband, og haft það nógu sannfærandi til að blekkja flesta, en jafnframt hafi þeir viljað geta sannað að það væri falsað til þess að drepa áhuga í framtíðinni, eins og raunin var. Margir misstu trúna á geimverum eftir útgáfu þessa myndbands vegna þess að þeir hugsuðu sem svo að fyrst þetta væri fölsun, gæti hvað sem er verið það.
Bandaríkjastjórn er að mínu mati eina stofnunin frá þessum tíma sem hafði fjármagn, þekkingu og ástæðu til að gera þetta myndband.