Ég var bara að velta því fyrir mér hvað sé að fólki sem hendir varnarlausum dýrum út og hvað ætli það sé sem fær fólk til að gera þetta?
Hvaða hafa dýrin gert til að þeim sé bókstaflega hent út á gaddinn?
T.d var hundinum mínum hent út ca 5 vikna!
Svo las ég einhversstaðar að shafer hvolpi hafi verið hent út.
Og hvað kostar svo eitt stykki Schafer?
Ekki svona ca 50 þús?
Tilvalið að henda 50 þús kalli út!
Svo finnst mér líka að fólk ætti að taka hæfnispróf áður en það fær leyfi til að kaupa sér gæludýr!
OG að láta alla fjölskylduna taka ofnæmispróf áður en dýrið er keypt!
þetta er kannski soldið stórtækt en mér ,persónulega,finnst alltof mikið af fólki sem fer illa með dýrin sín!