Hæ hæ, ég var að spá hvort þið hafi lent í svona? Málið er að ég keypti hamstramat fyrir dverghamstrana mína fyrir c.a. 2 vikum, alltí lagi með það nema hvað að í gær þegar ég var að gefa þeim að borða að þá tek ég eftir því að í pokanum sem maturinn er í eru pínulitlar gular lirfur skríðandi í matnum, ég tel þetta hafa komið með matnum. Hvað mynduð þið gera í þessu? Ég setti þetta í poka og er svona að spá hvað ég ætti að gera í þessu. Ég vona að þið getið hjálpað mér. :)