Uppáhöldin mín síðan ég var með fiska eru eftirfarandi: svarti gullfiskurinn með risaaugun, hann var algjör hlussa og “skreið” stundum eftir botninum þegar hann nennti ekki að synda. Það var hægt að klappa honum :o)
Svo hélt ég mikið upp á bláhákarlana mína, ég átti tvo og urðu þeir ansi stórir í 160 ltr. búri, þeir fylgdust með því sem fram fór fyrir utan búrið (héngu á glerinu ef þeir urðu varir við umgang) og voru æðislega glæsilegir.
Einna skemmtilegastir voru samt kúlíálarnir, þeir grófu sig ofan í sandinn og syntu svo eins og vitlaysingar upp og niður í búrinu með reglulegu millibili. Sagt er að maður geti fylgst með loftþrýstingsbreytingum með svona kvikindi í búrinu því þeir fari á fullt um leið og breytingar verða. Mér fannst mínir yfirleitt vera á útopnu bara!!! <br><br>Kisustelpa