það er finnsk stelpa með mér í bekk sem sagði mér frá því að hún ætti eðlu sem er einn metri á lengd og fimmtán cm. á hæð!!!!! Ég sá í bók hvað hún heitir en man það ekki. Er einhver hér sérfræðingur í eðlum? Hún tók eðluna að sér fyrir einu og hálfu ári í Finnlandi (eðlan er auðvitað ekki hér á Íslandi), það voru dópistar sem áttu hana og geymdu hana í litlum kassa þar sem hún gat ekkert hreyft sig og fékk varla neitt að borða. Þeir fóru svo illa með hana, sumar tærnar duttu af henni og halinn, sem vex aftur slitnaði af, hún var grindarbeinsbrotin líka! Þvílík ill meðferð á greyið dýrinu.
Nú fer finnska stelpan svo vel með hana, búrið tekur helminginn af íbúðinni hennar (sem er lítil íbúð) og eðlan getur hreyft sig og er oft leyft að leika sér á grasinu í garðinum. Búrið þarf að vera fyllt hita uppað 30 gráðum. Svo sofnar hún stundum á maganum á finnsku stelpunni því maginn er heitur. Ég vildi að ég ætti svona gæludýr :D