Þeir eru voða heilbrigðir og hamingjusamir að því er virðist, leika sér í búrinu, naga allt sem tönn á festir og vilja ólmir komast út úr búrinu til að skoða borðfleti eða hvað sem er.
Vandamálið er að í upphafi þurftum við að venja þá af því að bíta, sem gekk vel. Við tökum þá ekki upp með valdi, annan þarf reyndar stundum að króa af út í horni, en gerum það alltaf svo hann sjái báðar hendurnar og hann virðist núna finnast þetta eðlilegt. Annar þeirra fer á efri hæðina í búrinu og kemur sjálfviljugur í lófann hjá manni.
Vandamálið er að sá sem kemur sjálfviljugur er allt í einu farinn að bíta aftur. Ég skil hvorki upp né niður í þessu, því ekkert hefur breyst. Í dag fór hann allt í einu langt yfir strikið og beit mig svo fast að ég fann hann bíta í gegnum húð og kjöt í fingrinum á mér svo blæddi.
Hefur einhver hugmynd um hvers vegna hann gæti hafað byrjað aftur? Ég var ekki nýbúin að borða, ég kom honum ekki að óvörum, ég var ekki að ógna honum og hann er karlkyns svo hann er ekki ungafullur. Þeir eru með stein og trjádrumb til að naga, fullan dall af mati og hann hegðar sér ekkert óeðlilega að öðru leyti.
Hvers kyns hjálp væri vel þegin. :)
"