Vinsamlegast sláið inn pin-númer
Skondið
Ég er mikill dýragæi og á alveg nokkur (1 hundur, 1 kanína og 3 páfagauka) og það skeði nú í gærkvöldi að kanínan slapp út, þetta er albinóa kanína þannig að það flækti dáltið að hafa allan þennan snjó, ég reyndi að leita en gat ekkert séð þannig ég hætti og ákvað að leyta morgunin eftir, svo ákveð ég að hleypa hundinum aðeins út fyrir svefninn og opna hurðina fyrir honum, ekki mínútu seinna sprettur hann af stað og undir húsið og hvað kom ekki skoppandi undan til mín heldur einmitt kanínan, (þau eru ágætis vinir enda er hún alltaf laus hjá honum) þannig að nú er hún kominn aftur inn í hlýjuna.