Hæ,
ég hef svo miklar áhyggjur af hamstrinum mínum. Oftast þegar hún sefur gefur hún frá sér rosalega mikil hljóð. Ég veit ekki alveg hvernig er best að lýsa þeim en stundum er eins og hún sé að hnerra, gráta (svona eins og væluhljóð) eða eins og hún sé alveg svakalega stífluð í nefinu. Það koma líka mikil tíst-hljóð og þetta er svo hávært. Það lítur út fyrir að henni líði illa.
Þegar hún er svo vakandi á kvöldin þá er hún bara mjög spræk og engin skrýtin hljóð í henni.
Kannast einhver við svona eða veit hvað þetta er? Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur yfir?