-hvað kosta þær mikið ? og er dýrt að sjá um þær ? og hvernig er að flytja þær í annað land? eða ef ég myndi fá mér kanínu og síðan flytja erlendis .. ?
Það er heilmikil vinna að vera með kanínur og þær eru ekki alltaf mikil keludýr. Flestar hata að láta halda á sér til dæmis.
Búr eru dýr og þær þurfa mikið af fersku grænmeti þegar þær eru orðnar eldri. Þú þarft líka að gera ráð fyrir dýralæknakostnaði sem getur orðið hár ef þær veikjast og í allra minnsta lagi til að gelda/taka þær úr sambandi.
Ef að þú ert að fara að flytja úr landi myndi ég bíða með að fá mér gæludýr. Það væri líka mikið álag á þær að fara í langt flug.
Ég myndi ekki segja að þetta sé rétt svar hjá þér varðandi kelni. Ég á 4 kanínur (þekki mun fleiri) og þær elskaa að fá athygli frá mér og hvað þá að halda á sér. Allar þær spretta að mér ef ég fer niður á hnén og knúsa mig :) Mér finnst kanínur eins og hundar ! Eru alveg rosalega háðar manni :)
Mér finnst ekki kosta mikið að eiga kanínur. Maður getur reddað sér kanínubúr í IKEA á 2.300 kr., reddað sér ódýru heyi frá hestamönnum og keypt mat í ódýrri gæludýraverslun :) Maður getur síðan bara notað Fréttablaðið í botninn á búrinu. Ég er reyndar sammála þér með að dýralækniskostnaður geti orðið rosalega hár :/
“Ég myndi ekki segja að þetta sé rétt svar hjá þér varðandi kelni. ”
Enda sagði ég “ekki alltaf” en ekki “aldrei” ;)
Getur farið svolítið eftir tegund gæti ég trúað. Dvergarnir eru oft ekki eins hrifnir af því. Mínar eru rosalega elskulegar en bara þegar að þeim hentar og alls ekki ef maður tekur þær í fangið. En stelpan mín hoppar oft upp í rúm til mín og vekur mig með kossaflensi.
En hvað meinarðu með að fá búr á 2300 í Ikea? Hef ekki séð það!
Annars kostar yfir 10.000 að gelda strákana og gæti best trúað því að það sé töluvert meira fyrir stelpurnar. Það er mjög gott að taka kænuna úr sambandi líka því þær eru gjarnar á að fá legkrabbamein seinna meir :(
Með góðu atlægi getur kanínan þín lifað í alveg 12-16 ár svo að þetta er jafn stór skuldbinding og að fá sér hund.
Og ég þarf greinilega að koma mér upp sambandi við hestafólk! En kanínur þurfa samt líka að fá gott grænmeti og flestar matartegundir fyrir þær hér á landi eru verulega lélegar. Er enn að leita að einhverju almennilegu :(
Sumar kanínur eru ekki mikið fyrir að lta halda á sér, en sumum finnst gott að láta halda á sér. Þær þurfa stórt búr til að geta teigt úr sér. Það er svo best að hafa hey í botninum. Þeim finnst gras mjög gott og gulrætur og gúskur og fleyri ávextir og grænmeti. Ég á tvær kanínur og þær eru alveg sjúkar í epli og fleyri ávexti og grænmeti. En þetta með dýralækniskostnaðinn veit ég ekki.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..