Já, ég er 17 ára vitleysingur sem pælir í hlutum sem enginn annar pælir í nema hann sé jafn vitlaus og ég.
Þegar ég var að fara að sofa í gærkvöldi þá fór ég allt í einu að pæla í því hvað dýrin eru að segja þegar þau gefa frá sér hljóð. Eins og kýrnar baula og hundarnir gelta. Ég hef fengið þessa hugdettu í nokkur ár svona af og til en aldrei nennt að skrifa neitt um þetta eða koma henni frá mér en ábyggilega margir pælt í þessu en ég ákvað að pæla í þessu og deila pælingu minni með ykkur.
Sko, t.d. Kýr/beljur. Þær baula. En mér finnst baulið í þeim alveg eins alltaf. Ég get ekki heyrt muninn á baulinu í þeim. Hvort þær segja “Hæ” eða “Éttu skít fífl” eða einhvað annað. En maður tekur t.d. eftir því með hunda. Þeir eru urra á mann þegar þeir eru reiðir. Gefa frá sér svona ýlfr eða einhvað þegar þeir meiða sig og svo gelta þeir. GELTA! Til hvers að gelta? Hvað eru þeir að reyna tjá sig? Við skiljum þá hvort eð er ekki!
En það er svo merkilegt að dýrin skilja okkur. Þegar við segjum t.d. við hund “Sestu” þá sest hann. En ef hundur geltir þá förum við ekki með hann útí göngutúr þótt hann sé að reyna að segja manni það. Við bara..“Uhh, þegiðu hundur”.
Þá fór ég að pæla ennþá lengra og frekar kjánalega. Ætli það sé einhver fræðilegur möguleiki að það sé hægt að finna upp einhverja vél til að þýða það sem dýr segja? Það hafa ábyggilega flestir lesið Andrés Önd og þar hefur Georg Gírlausi fundið upp allan anskotan og þar á meðal dýratúlk. Ætli það sé hægt að gera þannig í raunveruleikanum? Það væri helvíti spennandi.
Eða ætli það sé jafnvel einhver á þessari jörðu sem hefur þá yfirnáttúrulegu hæfileika að geta talað við dýr og skilið hvað þau segja?
Maður hefur séð hundahvíslara og hestahvíslara í sjónvarpinu, en ætli þeir viti hvað dýrin eru að segja? Þú veist, alveg bara geti talað við þá eins og konuna sína?
Bara pæla..
Jæja, nóg af bulli í mér og bara gangi ykkur vel í dýrahaldi ykkar!
-Laddis ;*