ég held að þetta sé bara hræðsla í fólkinu sem að stjórnar þessu banni.
ég meina orðin Eðla,Snákur,Slanga,Rotta fara kannski ekki vel í þau.en ef að ástæðan er sú,þá er það alls ekki nóg til að banna þau.
ég efast um að slöngur beri með sér sjúkdóma,kannski lítið magn af salmonellu en það má laga með 30-40 sékúndna handþvotti.svo náttúrulega ef að það er hugsað vel um dýrið og fylgt öllum reglum varðandi það,til dæmis þvo sér um hendurnar þegar maður er búinn að handleika slönguna eða annað sem að slangan hefur snert,gefa henni ferskt vatn daglega og svo framvegis.þá er þetta örugglega mjög skemmtilegt gæludýr.
en það er eitt sem að ég skil ekki.Gælurottur eru bannaðar en samt fékk einn aðili að flytja þær inn,rækta og selja.svo eftir það,þegar fleira fólk ætlaði að gera það sama þá var þeim neitað.ástæðan fyrir því er þessi:þau(fólkið sem er með bannið) halda að gælurotturnar fjölgi sér,sleppi út og eyðileggi íslenska náttúru.ég talaði við gælurottu eigendur úti í útlöndum og þau sögðu að þessar gælurottur sem að ganga kaupum og sölum eru Gælurottur ekki ræsisrottur og það er jafn mikill munur á þeim og til dæmis hundi og úlfi.ef að Gælurotturnar myndu sleppa út þá myndu þær leita af matar og vatnsdallinum sínum ekki taka niður grenitré eða rústa görðum hjá fólki.