Jæja kann ekki að útskýra allt en reyni það.
Þá byrjar þetta.
Kanínur lifa best í stórum búrum ef þær fá ekki sitt pláss þá getur orðið mikill niðurgangur. Kanínum finnst gott að vera lausar enda fæddar og uppalnar í skógum. Það getur verið erfitt fyrir kanínu að koma í nýtt umhverfi td. Hún á erfitt með að venjast þér og öllum sem í kringum hana eru, óvön þessu umhverfi og margt fleira. Þegar á að fá sér kanína þá þarf að eiga vissa hluti það eru búr, brúsi eða vatnsdallur, matardallur, kanínuklósett (ef það á að venja hana á það). Gott er að láta oft hey til kanínunnar, henni finnst það mjög gott og einnig kúrir hún sig í því. Það fer eftir ýmsu þegar á að fá sér kanínu td. hvor kynið, villi eða heimilis, á hún að eignast unga eða ekki og svo framvegis. Til eru margar gerðir af kanínum, það eru mini loop, loop, lion head, rex, opal rex og margar fleiri. Kanínuval getur verið erfitt og gaman er að fá kanínublöndur. En erfitt er að finna út úr hvaða blöndu hún er.
Búraðstaða: Búrið' þarf að vera hreyfingarmikið. Þetta fer yfirleitt eftir kanínustærð ef kanínan er lítil þarf ekki mjög stórt búr en ef kanínan er stór verður búrið að vera gríðarlega stórt.
Hreyfing: Kanínur þurfa reglulega hreyfingu. Þær hlaupa nokkra km á dag. Sniðugt er líka að eiga stórt útibúr fyrir þær þar sem þær geta hreyft sig vel.
Þyngd: Um svona 1-5kg eða ég held það.
Ungar kanína nefnast kjánar og karlarnir kanar en kvenkynin kænur.
Got: Talið er að kanínur verði kynþroska um 6mánaða. Þá geta þær farið að eignast unga, en ekki er gott að láta þær eignast unga 6mánaða. Góður aldur er um svona 8-9 mánaða. Það er stranglega bannað að láta kanínur eignast got eftir got það getur leitt hana til dauða(eða ég held það). Og það er vegna þess að þá verður hún svo þreytt, þá hættir hún líka að hugsa vel um ungana sína og lætur þá deyja. Best er að leyfa henni að fá hvíld í svona 5-6 mánuði þá mun hún hugsa vel um næstu unga. Þegar kemur að goti þá fer kerlan að búa sér til hreiður dæmi um það er að hún byrjar að reyta sig og setur hárin á staðin þar sem hún ætlar að gjóta. Kanínur gjóta oftast á næturnar, en stundum koma ungar á daginn. Fjöldi unganna er yfirleitt 3-12. Ef kanínuungarnir verða móðurlausir þá er gott að gefa þeim sérstaka mjólk. En ég man bara ekki uppskriftina núna(kemur seinna). Þegar kanínuungarnir eru búnir að opna augun og eru komnir með mikið hár þá má fara að halda á þeim, það er þegar þeir eru 1/2 mánaða gamlir. En oft gerist það að ungar deyi ungir eða jafnvel fæðast dánir. Ef kanínan fæðir andvana unga þá má ekki lengur rækta undan henni, þá verður hún að vera gæludýrakanína. Kanínuungar geta yfirgefið mömmu sína um 2mánaða gamlir. Ef þeir fara mjög seint þá verður erfitt að láta hann frá mömmu sinni vegna þess hversu vanur hann er henni. En þetta er víst komið nóg hjá mér;)
Vona að fólk geti notað þetta og tek það fram ég skrifaði þetta sjálf:)