Litla sæta kanínustelpan hún Bolla fæst gefins.
Hún er um 5mánaða og fæddist 7apríl árið 05.
Hún óskar eftir heimili eins fljótt og hægt er.
Bolla er brún og smá hvít á litinn með fallega brún augu.
Mamma hennar kemur úr kanínu og naggrísaræktun sem heitir Framtíðarræktun en pabbi hennar er hrein villi kanína eða ég held það.
Bolla litla er algjör kelirófa.
En hún á það til að klóra en hún bítur mjög sjaldan.
Það er bæði hægt að hafa hana inni í búri og úti í svona smíðuðu búri.
Hún er ekki vön að vera úti yfir veturinn.
Það er ekki gott að hún fari á heimili þar sem að kettir búa.
Hún er mjög hrædd við þá eftir að það komst köttur ofaní í útibúrið hjá þeim og hræddir þær allar uppúr því.
Ef þið viljið fá eina svona dúllu þá skuluð þið láta mig vita.
Kveðja Hanna og dýrin