Sæl Fluga
Ég þekki vel til spjallanna sem þú nefndir og veit að það eru starfrækt vinsæl nagdýraáhugamál. Málið er bara það, að til þess að nýtt áhugamál sé sett af stað, verður að hafa verið einhver “eftirspurn” eftir því og sönnun þess að það myndi vera virkt. Hver er þá betri sönnun en að eiga fullt af greinum inn á Dýr til að sína að hingað kemur fólk með áhuga á nagdýrum?
Það sem ég er að reyna að segja er, að það er ekki nóg að biðja bara um nýtt áhugamál, það verður að sýna fram á það með greinum og fleiru að fólk sé tilbúið til að halda þessu nýja áhugamáli virku (þið munið kannski hvernig þetta var þegar verið var að stofna fuglaáhugamálið).
Mín persónulega skoðun á þessu er eftirfarandi: Ef það yrði stofnað nagdýraáhugamál hérna og það væri virkt, þá efast ég ekkert um að það yrði frábært áhugamál, gaman að skoða það og margan fróðleik að finna. Aftur á móti, þá hef ég einfaldlega ekki orðið vör við þá hérna á huga sem hafa þennan drífandi áhuga á nagdýrum til að halda lífi í nýju áhugamáli.
Ef fólk er tilbúið til að sýna nýju nagdýraáhugamáli áhuga, berjast fyrir því og halda því svo virku þá er ég “game”, þá skal ég leggja allan minn kraft í að hjálpa ykkur :) … en aftur á móti, ef áhugamálið yrði hálfdautt, þá myndi ég frekar vilja láta loka því en að ekkert væri að gerast það.
Reyndar, þá skil ég ekki af hverju þið viljið endilega hafa sér áhugamál fyrir nagdýrin, ég get vel sætt mig við að vera hérna “innan um hin dýrin” á dýraáhugamálinu.
Það væri gaman að heyra t.d. frá þér Fluga, af hverju þú vilt endilega hafa séráhugamál fyrir nagdýrin :)
Kveðja,
Eva<br><br>Kveðja,
Eva