Eitt get ég sagt þér: ekki fá þér skriðdýr. ;)
Annars held ég að innikettir séu ágætis möguleki, bara þrífa reglulega svo að þeir fari ekki að dreyfa ólykt um heimilið.
Þótt ótrúlegt meigi virðast, þá er ég nokkuð viss um að starrar séu nokkuð snyðug gæludýr. Ég veit ekki um neinar dýrabúðir sem að selja þá, nema að stundum, á sumrin, taka þeir í Fiskó sér nokkra til sölu. Þeir eiga einmitt einn slíkann sem er ekki til sölu og hafa hann til sýnis, ef þú villt skoða. Starrar geta lært einstaka orð en eru flinkari með alls konar melódíur (starrinn í Fiskó er t.d. búinn að læra allar gömlu Nokia símahringingarnar!). Ef þú ert að hugsa: “starrar eru með flær, ég vil ekki svoleiðis”, þá fæðast þeir ekki með flærnar. Í sumar, prófaðu að hringja í e-rn meindýraeyði og spyrja hann hvort að hann geti ekki selt þér eitt-tvö egg úr starrahreiðri, svo þværðu þau bara upp úr flóasjampói áður en að þau klekjast út og flærnar eru á brott. Spurðu samt fólkið í Fiskó um ráð áður en að þú gerir eitthvað.<br><br>“Life is a deadly meaningless sexually-transmitted desease”
<a href="
http://www.this.is/alliat/">NÝJA SÍÐAN MÍN!</a