Þetta er C/P af http://bes.ismennt.is/fis/Project/HaettulegDyr/kongular .htm

Köngulær eru ljótustu dýr í heimi.

Elsta könguló í heimi var Tarantúla hún varð 25 ára.

Í morgunútvarpi 29. október 1999 var lesin frétt er hljóðaði svo: Kona í Englandi varð fyrir áfalli, er hún leitaði læknis vegna svima og óþæginda í höfði. Í ljós kom, að í eyra hennar fannst könguló. Köngulóin var fjarlægð rétt við hljóðhimnu. Ekki er vitað hvort hún hafði verpt eggjum.



Enda þótt köngulærnar hafi allt frá sex upp í átta augu, sjá þær ótrúlega illa. Sú könguló sem hefur bestu sjónina, sér ekki lengra frá sér en þrjá þumlunga. Aðrar sjá ekki nema hálfan þumlung frá sér.



Umferð um götu eina í London var einu sinni stöðvuð, til þess eins að hleypa könguló óskaddaðri yfir. Það skeði við Lambeth-brúna árið 1936. Lögregluþjónn tók eftir stórri könguló, sem var að skríða á gangstéttinni, augsýnilega ákveðin í að fara yfir götuna. Þar sem bílaumferðin var þá mjög mikil, stöðvaði hinn hjartagóði lögregluþjónn hana. Innan skamms hafði safnast saman stór hópur manna, til þess að horfa á litla dýrið. Þegar köngulóin var komin yfir götuna og horfin, hrópuðu áhorfendurnir húrra. Síðan komst umferðin í eðlilegt horf aftur.



Sumar tegundir köngulóa geta gengið á vatni. Þær ganga svo hratt og léttilega á loðnum fótum sínum, að þeir ganga ekki niður úr vatnsskorpunni. Ef þeir gerðu það, mundu köngulærnar sökkva og drukkna".



Köngulær hafa átta fætur en ekki sex.
Búkur köngulóa skiptist í tvennt en ekki þrennt.
Köngulær hafa hvorki vængi né fálmara sem flest skordýr hafa.
Skordýr hafa tvö, stór samsett augu en köngulær hafa mörg, einföld augu.



Þegar fólk finnur könguló rennur því oft kalt vatn milli skinns og hörunds. Kannski reynir það að drepa hana, þrátt fyrir að köngulóin hafi alls ekki ætlað að gera fólkinu mein. Aðrir hlaupa burtu með mismiklum óhljóðum.

Það er skrýtið að fólk skuli bregðast svona við þegar hugsað er til þess að mjög fáar köngulær eru hættulegar mönnum og engin hér á Íslandi. Ef þú skoðar köngulær með stækkunargleri kemstu vonandi að raun um að þær eru aðlaðandi á sinn hátt.