Hæ hæ
Er ekki einhver hérna sem þekkir til salamandra? Þannig er að ég átti salamöndrur og þær drápust. Önnur var eldsalamandra og hin einhver önnur, hins vegar hittust þessar tvær aldrei og önnur lifði lengi en hin mjög stutt. Báðar fengu samt sömu veikina og drápust úr henni. Það myndaðist hringlaga blettur á síðunni á þeim sem stækkaði og varð holsár. Svo drápust þær.
Veit einhver hvað í ósköpunum þetta er? og hvort það sé til einhver meðferð/lyf?
kveðja Katty