Sæl veriði,
ég á þrjá gullfiska tveggja ára(man ekki að hvaða tegund akkurrat núna),
þeir eru 2 KK og 1 KVK, þessir KK eru eitthvað í kringum 8-10 cm og KVK eikkað 7-8 cm. KVK fiskurinn er dökkgul og KK fiskarnir rauðgulir. Ég er nýlega búinn að fá fiskana frá frænku minni sem hafði þá í tjörn á sumrin en í fiskabúri á veturnar. Nú er ég nýbúnað fá sand, dælu og hreinsi í búrið. Fiskarnir sem að hafa aldrei verið með dælu eru dálítið hræddir þar sem að loftið kemur úr skel þá flippa þeir, ég reyni að hafa dæluna bara í gangi þegar súrefnið í búrinu er lítið(öll ráð þegin). Ef maður labbar upp að búrinu þá fela þeir sig bak við blómapott sem pabbi setti ofan í. Þeir eru enn þá að venjast búrinu eftir að hafa verið í tjörn. Það hefur aldrei verið dæla né hreinsir í búrinu þannig að þeir eru að venjast…
(eins og ég sagði eru öll ráð þegin)