Úttekt á gæludýraverslunum Ég fór nú reyndar ekki í neinn spes leiðangur fyrir þessa grein, þar sem ég er að reyna að halda mér í fjarlægð frá dýrabúðum því mig er farið að klæja í fingurnar yfir að hafa ekkert til að knúsast með. Sesar (Labrador) minn er of stór og Nova (Kanarífugl) vill ekkert vera hjá mér og ekki get ég fengið mér neitt dýr núna, þar sem ég mun vonandi flytja út eftir ca. ár. Þannig að úttektin er eftir minni, en það er ekkert svo slæmt þar sem ég hef alltaf verið fastagestur hjá dýrabúðunum… :) Til gamans hef ég líka stjörnugjöf frá 1-5

Dýraríkið: ****
Þjónusta: Ég hef því miður allt of sjaldan labbað út þaðan með bros á vör yfir frammúrskarandi þjónustu. Þetta er að vísu stór búð og oft mikið af fólki og þá er svo sem alveg skiljanlegt að starfsfólk geti ekki sinnt öllum. En ég hef líka stundum lent í því að búðin sé sama og tóm, en samt einhvernveginn ekki hægt að fá þjónustu. Allt of oft hefur mér líka fundist sem starfsfólkið hafi ekki svör á reiðum.
Úrval: Eins og ég sagði þá er þetta frekar stór búð og úrvalið því mikið og gott finnst mér, bæði af gæludýravörum sem og dýrum. Ég labba sjaldan tómhent þaðan út.
Dýrin: Ég hef aldrei orðið vör við neitt annað en að dýrin fái góða ummönnun. Þau virðast vera frísk og kát og ég hef allavegna alltaf fengið heilbrigt dýr þaðan.
Heimasíða: Vefurinn er í vinnslu og hefur verið í vinnslu í þónokkurn tíma. Slóðinn er:
http://www.dyrarikid.is

Fiskó: ***1/2
Þjónusta: Mjög fín finnst mér, mér er alltaf boðin þjónusta þeirra um leið og ég geng inn um dyrnar og oft líka á meðan ég er að skoða eitthvað. Ef mig hefur vantað að vita eitthvað hef ég alltaf, að mig minnir, fengið góða svörun.
Úrval: Sæmilegt af dýravörum. Þarna er mikið úrval af fiskum, hvort sem það eru ferskvatnsfiskar eða þessir “hitabeltis” fiskar. Líka eru nokkrir svona stórir flottir fuglar, en ég hef ekki orðið vör við gott úrval af gárum. Þeir gárar sem ég hef séð þarna eru flestir gamlir, og ekki einhverjiri sem ég myndi kaupa mér. Þeir eru líka oft með flottar finnkur eða kanarífugla, en það koma líka tímabil (sem og annarsstaðar svo sem) sem ekkert úrval er af þeim.
Dýrin: Ég hef ekki orðið vör við annað en það sé hugsað vel um þau eins og í Dýraríkinu.
Heimasíða: Fiskó vefurinn er einnig í vinnslu. Slóðinn er:
http://www.fisko.is

Títla: ***
Þjónusta: Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef ekki heimsótt Trítlu eins oft og hinar, en nokkru sinnum þó. Síðast þegar ég fór þangað, fékk ég mjög fína þjónustu, svo var ég eitthvað að skoða kanínur eða dverghamstra og ætlaði svo að spyrja afgreiðsludömuna um eitthvað, en þá var hún á bak og burt – samt var enginn annar í búðinni og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera, svo ég varð bara að fara.
Úrval: Ekkert gífurlegt, enda lítil búð
Dýrin: Ég gat ekki betur séð en að þau væru í fínum málum.
Heimasíða: Fín heimasíða, bæði með upplýsingar um vörur og dýr. Mætti helst kannski bæta við einhverjum upplýsingum um nagdýr, en þetta virðist bara vera flokkað sem hundar, kettir og fiskar. Nýjir nagdýraeigendur gætu viljað aflað sér upplýsinga þarna. Slóðinn er:
http://www.tritla.is

Dýraland – Mjódd og Kringlan: **
Þjónusta: Yfirleitt góð, báðar frekar litlar verslanir og oftast býðst manni fljótt þjónusta. Það starfsfólk sem ég hef talað við virðist oftast hafa eitthvað dýravit.
Úrval: Ekkert sérstakt, enda litlar búðir.
Dýrin: Því miður hef ég lent í því í báðum þessara verslanna að hafa fengið veika fiska, sem smituðu restina af mínum fiskum. Og þetta hefur gerst oftar en einu sinni :( Ég er ekki alveg nógu ánægð með þetta, enda kaupi ég ekki lengur fiskana mína hjá þeim. Fuglar og nagdýr virðast í fljótu bragði hafa það sæmilegt.
Heimasíða: Ekki svo ég viti.
- www.dobermann.name -