Ég mátti til með að segja ykkur þetta af því að mér finnst það
svolítið skondið. Um dagin var landsmót skáta á Akureyri og
er þetta vikulangt mót. Einhverjum skátanum datt í hug að
kaupa hamstur til að taka með á mótið og hafa sem einhvers
konar lukkudýr dróttskátasveitarinnar. Allaveganna,
hamsturinn var keyptur, voða sætur kvennkyns hamstur og búr
með, plús allt svona aukadót, til að tryggja að ekki væsti um
hann. Fólkið í dýrabúðinni sagði að hann væri svona tveggja
mánaða, en hann var minnsti hamsturinn í búrinu. Allt gengur
vel á mótinu, hamsturinn vekur mikla lukku og var skírður
Fenris í höfuðið á dróttskátasveitinni sjálfri. Á fimmtadegi
mótsins var hamsturinn farinn af fitna vgerulega og við
höfðum áhyggjur af því að kannski væri búið að gefa honum
aðeins of mikið af landsmótsfæði. Svo, seinasta daginn var
stúlka ein í sveitinni að kíkja á hann og kippi plasthálminum
sem er í búrinu upp úr. Með því fylgja tveir litlir ungar.
Hamsturinn hafði sem sagt eignast 4 unga yfir nóttina. Við
þorðum nottla ekkert að gera af því að við höfðum heyrt að ef
að aður gerir eitthvað sem gerir mömmuna hrædda, þá verði
hún hrædd og éti ungann. Við fórum þá auðvita bara upp í
sjúkratjald, og viti menn, auðvitað var staddur þar dýralæknir.
hann sagði að við mættum alveg kíkja á þá, en best væri að
snerta þá ekki.
Núna eru þeir þrír eftir því að einn dó :'c(
Við gáfum ungunum þrem nöfnin; Vífill(skátafélagið í
Garðabæ), Svanur(skátfélagið á Álftanesi) og Guðmundur
Páls ((landsmótsstjórinn)
Nú lifa þeir ágætu lífi, vona ég, en hamsturinn hefur nú
væntanlega verið eldri en tveggja mánaða. Dýralæknirinn
sagði að minnsta kosti að hamstrarnir yrðu kynþroska eftir
svona fimm mánuði og gengju með í 32 daga.
Skátakveðjur
Inga