Ég keypti mér þriggja mánaða ástargauk á föstudaginn, en vandamálið er að hann er alveg brjálaðslega öfundssjúkur útí 7 ára gamla ófleyga gárann minn, Pása :)
Í hvert sinn sem ég hleypi ástargauknum út þá flýgur hann beint á litla pása búr og hengur á hliðini á búrinu. Ef að ég tek pása út og set hann á búr ástargauksins flýgur ástargaukurinn á búrið og eltir Pása gamla og reynir að bíta hann í fæturna!
Einmitt núna! þegar að ég er að skrifa þessa grein, liggjandi uppí rúmmi með ferðatölvuna, flýgur ástargaukurinn til Pása, sem situr við hliðina á mér og leggur aumingja Pása sem er SKÍTHRÆDDUR við hann í einelti!
Ég er orðinn hundleiður á þessu!
Ég er ekki viss hvort að ég þori að skilja pásaling eftir í sama herbergi þegar ég þarf að fara i vinnuna á mánudaginn.
Ég þarf einhver góð ráð !