
Hundurinn lifir í hópum, allt frá tveimur upp í 30 og er það rándýr sem nær veiði sinni hvað oftast. Hundurinn nær fórnarlömbum sínum í 90% tilvika en ekkert annað rándýr kemst nálægt þeim hlutföllum. Þess má geta að ljónið nær fórnalömbum sínum í “aðeins” 30% tilvika. Þetta er allt samvinnu að þakka því hópurinn vinnur óútskýranlega vel saman og hafa vísindamenn furðað sig á því hversu hnitmiðaðir þeir eru við veiðar. Það er engu líkara en þeir hafi samskipti sín á milli þar sem hópurinn allur breytir um aðferð á sekúndubroti. Villihundurinn er ekki ósvipaður í útliti og Hýenur en er þó ekki eins náskyldur henni eins og við mátti búast. Mikil bárátta er hinsvegar á milli þessara tegunda. Hýenan er þekkt fyrir að stela veiði hundanna en þegar villihundahópurinn er stór eru mun minni líkur á að Hýenan geri sig til við að reyna nokkuð. Það sem er einna áhugaverðast er að þeir hundar sem eru t.d. meiddir eru mataðir af hópnum. Meiðsl eru tíð þar sem hundurinn nær 60 km hraða í nokkrum stökkum og þarf lítið högg til að hljóta alvarlegri meiðsl. Í flestum tilfellum annara dýrategunda þýðir fótbrot lítið annað en dauði innan fárra vikna en villihundurinn getur vel bjargað sér á þremur fótum í góðum hóp þar sem hann fær nóg að borða.
Svo ef einhver vill styrkja það verkefni að halda lífi í þessum frábæru dýrum er bent á: <a href=http://www.ewt.org.za/>Endangered Wildlife Trust</a>.