Ég varð fyrir furðulegum atburði um daginn og vildi bara deila honum með ykkur.
Þannig var að ég var að labba með hana Kiuh(3ára tík) mína frekar seint um kvöld í hljómskálagarðinum. Við vorum bara tvær eða þangað til ég sé þennan rosalega tignarlegan alhvítan kött. Hann var alveg rosalega stór og fallegur. Ég vildi ekki styggja hann svo að ég sest í grasið og læt Kiuh setjast hjá mér og ætla að bíða eftir að kötturinn forði sér. Kötturinn tekur loks eftir mér og Kiuh og í staðinn fyrir að hlaupa í burtu kemur hann voða yfirvegað til okkar. Kiah aldist upp með 2 kanínubræðrum og er mjög ljúf við öll önnur dýr en hún heldur að allir vilji leika svo að hún fer að dilla rófuni og ætlar að handapatast út í loftið af gleði. Kettinum brá smá og færði sig bara aðeins frá, kúrði sig saman og horfði bara á okkur Kiuh til skiptis. Ég róaði Kiuh niður og þarna sátum við þrjú og horfðum á hvort annað í nætur kyrrðinni, mjög kósí. Á endanum gafst ég upp á störukeppni við köttin og hélt heimleiðis, kötturinn fylgdi okkur hálfa leiðina heim…takk kisi.
Kannast einhver við þennan skemmtilega kött? Hann var ekki með ól en hann var eitthvað svo spes. I think Im in love *_~
kveðja Bubblecat