Ég þurfti aðeins að skreppa heim til mín í hádeginu í dag og ætlaði að nota tækifærið og heilsa upp á elsku litla Kíkí minn, en hann er rosa sætur gári sem ég fékk í febrúar. Þegar ég hinsvegar kíkti í búrið hann lá hann bara dáinn á botninum. Ég er svo miður mín núna að ég er alveg máttlaus. Ég veit að margir halda að páfagaukar séu ekkert skemmtileg gæludýr, en þessi var alveg einstakur, bar af öllum öðrum sem ég hef kynnst! Þegar ég fékk hann var hann bara lítill ungi og kunni ekki einusinni að fljúga. Af þeim sökum var auðvelt að ná honum og við vorum fljót að kynnast og urðum fljótt góðir vinir. Hann var sérstaklega félagslyndur og vildi kynnast öllum sem gengu inn í herbergið mitt (þó undir misjöfnum undirtektum, ekki allir sem er sama um að fá fuglaskít í hárið). Meira að segja flaug hann alltaf á hausinn á hundinum mínum Sesari og fannst sérstaklega spennandi að fá að vera á hundsbaki (þó svo að Sesar hafi ekki verið jafn hrifinn). Svo var ég búin að kenna honum að koma til mín þegar ég flautaði á hann, hann var svo klár, greyið litla. En svo í gær þegar hann fékk að fara úr búrinu sínu, fannst mér hann fljúga svo skringilega, eins og hann væri of þungur fyrir vængina eða eitthvað og svo endaði hann á að fljúga til mín og fékk að kúra í hálsakotinu mínu þar sem eftir var kvöldsins. Ég var einmitt að segja við kærastann minn að ég héldi að hann væri lasinn, en hélt að hann kæmist bara yfir þetta og núna er ég með svo mikið samviskubit yfir að hafa ekki drifið mig til dýralæknis með hann :( Mér líður alveg skelfilega, mér þótti svo óskaplega mikið væntum hann. Því miður á ég enga mynd af honum á tölvutækuformi handa ykkur, en hann var svo sannarlega einn fallegasti fugl sem ég man eftir. En vonandi líður honum vel núna! *snökt, snökt*
Með sorgarkveðju og miklum ekka,
Begga