Jæja ég er búin að fá nokkur skilaboð um það að fá fiskaáhugamál hingað inn, núna ræð ég engu um það svo þið ættuð að tala við ritstjora og vefstjora!
En þið ættuð líka að vera mjög virk í því að sýna hversu mikið þið viljið fá áhugamálið með því að vera dugleg að senda inn greinar hér á gæludýraáhugamálið. Því ég tel afar hæpið að það verði búið til áhugamál sem síðan er ekki mikið stundað! Allavega er ekki mikið um fiska að sjá þegar mar kíkir inná þetta áhugamál..
Það hafa komið inn örfáar greinar um fiska hér og nokkrar myndir, verið bara alveg ógeðslega dugleg og skrifið og skrifið um fiskana ef þið viljið svona rosalega fá þá :)
Gangi ykkur bara vel og drífið ykkur að skrifa
Og ég er ekki bara að tala um fiskana, þetta er gæludýraáhugamál svo skrifið um öll þau gæludýr sem ykkur dettur í hug :)