Halló, ég vildi endilega skrifa hérna grein um þau Drésa og Sínu.
Drési og Sína eru bara lítið og sætt andapar, sem að við kynntumst fyrir 2 árum. Við kynntumst þeim þá þegar að
ég ætlaði að fara upp stigana með kaffi handa stóru systur minni,
en þegar að ég leit allt í einu útum gluggan, þá sá ég lítið hungrað andapar sem að ég sagði mömmu og pabba og systur minni, og brósa mínum frá. Systir mín og mamma fóru báðar út í móa til að gefa þeim blautt og gott brauð.
Næsta dag fór ég og kíkti útum gluggan, og þá komu þau aftur og þá voru þau komin að heita pottinum okkar, og svo gáfum við þeim og svo fóru þau. Þá datt mér í hug að láta renna vatn í pottin.
Og svo komu þau aftur og þá byrjuðu þau að synda í honum(voðalega sætt). Og þannig var það alltaf á hverjum degi þá komu þau og svo byrjuðum við að kalla steggin Drési( eftir Andrés) og kolluna Sínu(eftir Andrésínu) og stundum komu kettlingar og kettir að reyna að rífa Drésa og Sínu í sundur, en við björgum þeim oft.
Svo fóru Drési og Sína einn daginn, og byrjuðu ekki að koma fyrr en næsta sumar, og þá fundum við líka staðin sem að þau eiga heima í, og þannig var það alveg þangað til að þau fóru aftur….
En það gerðist nefnilega það að þau komu aftur í gær! Þau eru mér eins og gæludýr…


kveðja, Gexus

P.S. Á ég að halda áfram og segja alltaf frá þeim hér á huga?