Hvað í ósköpunum er að ykkur! Þið komið hingað inná gæludýraáhugamálin og gagnrýnið fólk fyrir það eitt af elska dýrin sín! Setjið útá það að fólk neyðist til þess að svæfa dýrið sitt í stað þess að láta það kveljast! “Þetta myndi mar ekki gera ef það væri barnið mans sem um væri að tala!”
Það að geta svæft dýrin sín finnst mér alveg frábært, þetta ætti í raun líka að vera hægt með okkur mannfólkið.
ÉG misti köttinn minn úr krabbameini og sú ákvörðun var tekin að svæfa hann, Hann var orðin svo ofboðslega lasin, gat ekki gert neitt, ekki einu sinni andað án hjálpar. Hann lá bara þarna á borði með pínulitla öndunarvél. Það var ótrúlega erfitt, Langerfiðasta sem ég hef þurft að sjá og ganga í gegnum, Okkur var sagt að það væri ekkert hægt að gera, þetta breyddist svo hratt út.. Svo við létum svæfa hann! Með því að svæfa hann gátum við slökkt á öllu hjá honum, hann kvaldist ekki meira og fann frið. Þó svo að þetta var alls ekki það sem ég vildi þá var þetta mun betra en að þurfa að láta hann kveljast til dauða. Það er bara illa gert! Svo ég þakka fyrir það að það var hægt að svæfa hann! Ég hefði valið það sama fyrir barnið mitt ef ég gæti. Það að vilja halda lífi í eitthverjum þó svo hann sé rosalega kvalin er bara eigingirni.. Það þarfnast mikils kjarks að leyfa nánum aðstandanda að fara, og það er stórt Hetjumerki.. Þarna er maður að hugsa um hann en ekki sjálfan sig!
Það að koma hingað á huga og skrifa um látin ástvin er ekki auðvelt, en það hjálpar rosalega að létta af sér. Svo haldið því endilega áfram, þið sem eruð að því!
Og segið sögur af gæludýrunum ykkar, þó svo að það séu eitthverjir fávitar hér sem gagnrýna allt og alla, þá eru mun fleiri sem finnast þrælgaman af að lesa þetta. Allavega finnst mér það.
Svo þið grútleiðinlega pakk sem hafið ekki meira vit í kollinum en þetta, drullist þið bara í burtu og leyfið okkur að vera hérna með okkar áhugamál! Þið skulið bara þakka fyrir það ég sé ekki eitthver gríðarlegur tölvugúrú, því annars væri ég búin að leita ykkur uppi og berja ykkur.. Þið farið ekkert smá í taugarnar á mér með þessum lélegu húmorslausu commentum ykkar! Þó svo að þið séuð tilfinningslausar smásálir þá eru það ekki allir! Skríðið ofan í holuna ykkar og verið þar, þar til þið þroskist, ef það er eitthver möguleiki á því að það geti gerst!
Þessi áhugamál eru fyrir okkur dýravinina, hér getum við komið saman til þess að ræða allt mögulegt um dýrin okkar og við viljum ekki hafa svona pakk eins og ykkur hérna!