Ég verð að segja að þetta er fremur kjánaleg afstaða…..
Ég og börnin mín 2 vorum á sveitabæ í fyrrasumar að passa bæinn og skepnurnar meðan eigendurnir fóru í sumarfrí (3 sumarið okkar á þessum bæ)
þarna eru 2 hundar (fjárhundar) og fram að þessu allt verið í lagi. Síðan fer sonur minn (6 ára) út að leika sér, allt í einu heyri ég ægileg öskur, hleyp út og þá stendur annar hundurinn yfir syni mínum, urrandi, sonur minn lá í grasinu stjarfur úr hræðslu með skrámur við augað !
Nú jæja hundinn lokaði ég inn í fjósi, og hleypti honum eingöngu út til að gera þarfir sínar og loka börnin mín inni á meðan, 2 dögum eftir þetta atvik þá er hundurinn úti og að koma rok, 10 ára dóttir mín fer út til að taka þvottinn niður af snúrunni áður en hann fyki, svo líður og bíður og ekki kemur hún inn, allt í einu sé ég hana koma hlaupandi öskrandi og viti menn, hundhelvítið hafði ráðist á hana og bitið hana nokkrum sinnum í innanvert lærið svo að úr blæddi og hún þurfti að sjálfsögðu til læknis, hún mun bera ör alla ævi. Nú spyr ég hvað annað er hægt að gera í stöðunni en lóga þessu tiltekna dýri ???
Það skal tekið fram að mín börn eru ekki þau fyrstu og ekki þau síðustu sem þessi hundur bítur (þar með talið eigandann!!!)
Ég var bitin af hundi sem barn en ég vildi ekki að þeim hundi yrði lógað (sjálfsvörn) og hann lifði.
systir mín var bitin af hundi, hann stökk beint á hálsinn á henni, bóndinn tók hundinn um leið og lógaði honum eins og allir ábyrgðarfullir hundaeigendur ættu að gera !!!
Ég á sjálf hund og hef átt fleiri, ef minn hundur tæki upp á þessu alveg sama undir hvaða kringumstæðum þá mundi ég fara með hann og láta svæfa undir eins.
Það er EKKERT sem réttlætir það að svona skepnur eigi að halda lífi ! Og ég er ekkert minni dýravinur fyrir vikið !