Örvaeitursfroskar eru mjög lítil litskrúðug dýr sem hafast við á neðstu hæð í frumskógum mið-og suður Ameríku. Skrautlegt útlir þeirra er blekkjandi, því að í líkama sínum geyma þeir svo sterkt eitur að örlítill dropi nægir til að draga mátt úr og jafnvel drepa dýr á stærð við apa. Hinir björtu litir gegna því hlutverki að gefa rándýrum til kynna að froskarnir séu baneitraðir og óætir. Hinn mikli fjöldi þessarar froskategundar á sumum svæðum er örugg vísbending um gæði varnarbúnaðarins.
Nafnið“örvaeitursfroskur” stafar af notkun froskaeitursins meðal suðuramerískra indíána. Dýrin eru gegnstungin með teini og höfð yfir loga þangað til eitrið smitar útum húðina. Því er safnað í ílát og látið gerjast og eins og nafnið bendir til, roðið á örvar sem notaðar eru til veiða. Eitrið sem nefnist batra-chotoxin, verkar á hjartað og taugakerfið og veldur stjarfa hjá veiðidýrum, aðallega fuglum og öpum. Athyglisvert er það að áreiðanlegasta aðferðin til aðgreiningar örvaeitursfroskaafbrigða er efnagreining eitursins í þeim. Erfitt er að þekkja hin ýmsu afbrigði sundur í sjón, þó að þau geti verið æði frábrugðin hvert öðru að stærð, lit og hegðun.
Þessa grein tók ég úr uppáhalds dýrabókinni minni sem ég fékk í verðlaun fyrir teiknisamkeppni Lionsklúbbsins 1989-90, þá var ég alveg að fara að fermast :) en nú er ég 25 ára og held mikið uppá þessa verðlaunabók mína ;) Mjög athyglisverð dýrabók sem heitir Lífríki náttúrunna