Ég er búin að vera að skoða mikið af efni um dýr á netinu núna í einhvern tíma og ég lenti einhvern tíman inn á speglinum á visi.is og dýraráðgjöfinni þar.
Ég verð bara að viðurkenna að mér finnst þetta alveg til skammar. Þessi kona sem sér um þetta er með alveg rosalega snubbótt svör og í langflestum tilfellum fannst mér hún ekkert vera að svara spurningunum nema þá eitthvað út í hött.
Hún bendir ekki á neina linka til hjálpar fólki eða neitt.
Ég er alveg viss um að manneskjan viti allt um þetta en það er eins og hún hafi bara ekki áhuga á þessu….
Ég hef talað við fólk um þetta og allir sem ég þekki sem hafa farið þarna inn eru sammála mér.
Hafiði eitthvað skoðað þetta ?
Síðan er <a href="http://www.visir.is/ifx/?MIval=spegill&url=spegill_radgjafi&radgjafi=5&vefur=2“ target=”_blank">hér</a>
Kv. catgirl